Vinsamlegast ath!

Á Tax free getur verið seinkun á afhendingu pantana úr vefverslun.

3. Apríl 2023

Sóley Organics áfyllingarstöðvar í Hagkaup

Um miðjan mars mánuð opnuðum við nýja og stórglæsilega áfyllingastöð fyrir húð-og hárvörur frá Sóley Organics. Standurinn hefur fengið frábærar viðtökur og við erum virkilega stolt af því að geta boðið viðskipavinum okkar uppá þennan frábæra og umhverfisvænni valkost. Sóley áfyllingastöðvar eru komnar í verslanir okkar í Kringlunni, Smáralind, Skeifunni og Garðabæ.

En hvernig virkar þetta?

Jú þetta er nefnilega nokkuð einfalt og skemmtilegt. Þú mætir með tóma Sóley brúsann þinn í verslun til okkar til þess að fylla á. Fyrsta skref er að tala við starfsmann í snyrtivörudeildinni sem aðstoðar þig við að fylla á brúsann og setja á hann nýtt strikamerki. Þegar þú hefur fyllt brúsann af þeirri vöru sem um ræðir ferð þú á næsta á kassa og greiðir fyrir. Þú færð 25% afslátt af vörunni með því að fylla á gamla brúsann í stað þess að kaupa nýjan og gerir umhverfinu mikinn greiða í leiðinni. Minni kostnaður og minna plast út í umhverfið. Þetta getur þú svo gert aftur og aftur svo lengi sem brúsinn endist.

Á áfyllingastöðvunum bjóðum við uppá áfyllingar af sjampóum, hárnæringum, handáburðum, sturtusápum, handsprittum og líkamskremum.

Við hvetjum ykkur öll til þess að prófa þessa nýju viðbót við okkar frábæru snyrtivörudeildir og hlökkum til að sjá ykkur koma með sama brúsann aftur og aftur í áfyllingu.