1. Mars 2024

Hagkaup fagnar Alþjóðlegum degi Downs-heilkennisins

Alþjóðlegi dagur Downs-heilkennisins er haldinn árlega, þar sem fólk út um allan heim klæðist mislitum sokkum og fagnar fjölbreytileikanum.

Hagkaup er stoltur söluaðili þessara skrautlegu sokka sem eru til styrktar Alþjóðlega degi Downs-heilkennisins, sem haldinn verður hátíðlegur 21. mars. Sokkarnir eru frá íslenska fyrirtækinu Varma og þeir koma í tveimur stærðum, 29-35 sem kosta 2.900 kr og stærð 36-43 kostar 3.900 kr.

Sokkarnir eru fáanlegir í verslununum okkar í Skeifunni, Kringlunni, Smáralind, Garðabæ, Spönginni og á Akureyri til 21. mars. Söluverð rennur óskipt til stuðnings við Downs-félagið.

Við hvetjum alla til að taka þátt í þessu táknræna og fallega verkefni og sameinast í sokkunum!