20. Maí 2025
Grillveisla á augabragði
Hvernig hljómar að slá upp grillveislu á nokkrum mínútum, hvort sem það er eftir vinnu á virkum degi eða um helgi! Hagkaup er með mikið úrval af tilbúnum réttum fyrir grillveisluna og undursamlegt sérvalið grillkjöt, sósur og meðlæti!
Berglind hjá Gotterí og gersemar skellti í grillveislu og var með sérvaldar lambakótilettur í grillsmjöri, sætkartöflusalat, spergilkál salat, maís, hasselback kartöflur og kalda piparsósu. Kartöflurnar fóru fyrstar á grillið og síðan maísinn og kjötið á sama tíma. Þetta kemur allt í handhægum umbúðum og snilld bæði heima í grillveisluna og ég tala nú ekki um fyrir komandi útilegur og sumarbústaðarferðir í sumar!
Kjötið var dásamlegt og allt meðlætið líka! Sætkartöflusalatið og spergilkál salatið komu virkilega á óvart og má enginn láta þá snilld framhjá sér fara. Það eru til ýmsar tegundir af köldum sósum frá Hagkaup og að þessu sinni völdum við piparsósuna.