10. Júlí 2025

Light Blue frá Dolce & Gabbana

Sumarið er tíminn til að fríska aðeins upp á rútínuna – prófa nýtt naglalakk, bæta við varalit og jafnvel velja nýjan ilm. Ilmur getur nefnilega breytt stemningunni, skapað minningar og haft áhrif á sjálfstraustið. Léttir, ferskir eða hlýir ilmir sem minna á sól, sjó og salt eru ilmir sem minna sérstaklega á sumarið.

Dolce & Gabbana hefur löngu verið þekkt fyrir að fanga suðræna ítalska orku í ilmvötnum sínum. Þeir hafa hafið, sólina og ástina í huga og nú er 20% afsláttur af öllum Dolce & Gabbana ilmum í Hagkaup dagana 10.–16. júlí. Hvort sem þú ert að leita að þínum klassíska ilm eða vilt prófa eitthvað nýtt og spennandi þá er tækifærið sannarlega núna.

Light Blue Eau de Toilette
Það er varla til sumarlegra ilmvatn en Light Blue frá Dolce & Gabbana. Þessi sígilda lína hefur nú fengið nýtt glæsilegt og nútímalegt útlit, en það er ekki allt – ilmirnir sjálfir hafa verið endurhannaðir og koma nú mei meira magni af ilmkjarnaolíum, sem gerir þá bæði þéttari og endingarbetri á húðinni. Ennþá sami góði ilmurinn sem við elskum – bara ögn meiri lúxus.

Light Blue EDT -  dömu: Ferskur viðarkenndur ávaxta ilmur með sítrónum frá Sikiley, safaríkum grænum eplum og cedrusvið. Léttur en þroskaður – hugsaðu sólríkan dag við Miðjarðarhafið, það er Light Blue.

Light Blue EDT - herra: Kaldur og kröftugur viðarkenndur arómatískur ilmur með sítrónu, rósmarín og djúpum patchouli tónum. Fullkominn hvort sem er á skrifstofuna eða sumarlega kvöldstund á pallinum.

Light Blue Capri In Love Eau de Parfum
Ef þú ert klár að prófa eitthvað ferskt og heillandi, þá eru Light Blue Capri In Love ilmvötnin eins af spennandi nýjungum sumarsins. Þau halda í léttleika og ferskleika Light Blue línunnar, en bæta við dýpt, kryddum og ennþá meiri ást.

Capri In Love EDP - dömu: Kryddaður blóma ilmur sem byrjar með mjúkri jasmínu, en tekur svo á móti þér með safaríkum eplatónum og endar á kryddaðri longozablóma-nótu sem er alveg einstök. Örlítið framandi en virkilega elegant ilmur.

Capri In Love EDP - herra: Djarfur og heillandi kryddaður viðarkenndur ilmur með svörtum pipar, seiðandi fíkju frá Capri ásamt jarðbundnum patchouli tónum. Þetta er ilmurinn sem fær fólk til að spyrja: „Hvað ilm ertu með á þér?“

Hvort sem þú ert að endurnýja gamla uppáhalds eða leita að nýjum ilm fyrir nýjar minningar, þá er 20% afsláttur af öllum Dolce & Gabbana ilmum í Hagkaup frá 10.–16. júlí. Gerðu þér ferð til okkar, prófaðu, spreyjaðu og leyfðu sumrinu að byrja rétt.