22. Ágúst 2025

Húðvörur fyrir haustið

Nú er ágúst að renna sitt skeið og mörg sem hlakka til að taka á móti haustinu í September. Rútínan, keraljós og örlítið meira skammdegi er það sem haustið hefur upp á að bjóða. Það er tilvalinn tími til þess að taka húðumhirðuna í gegn og gera sem hluta af rútínunni. Hjá okkur er gífurlega mikið úrval af spennandi húðvörum og hér að neðan ætlum við að segja ykkur frá nokkrum spennandi vörum sem gætu hentað vel inn í haustið.

Camomile Sumptuous Cleansing Butter – The Body Shop
Haustið er tíminn til að gefa húðinni smá djúphreinsandi ást og passa uppá að þrífa af henni óhreinindi eftir daginn. Þetta silkimjúka hreinsibalm bræðir burt farða, sólarvörn, óhreinindi og mengun – jafnvel vatnsheldan augnfarða – án þess að pirra húðina. Formúlan er einstaklega mild og hentar líka viðkvæmri húð. Eftir notkun er húðin hrein, mjúk og vel nærð, allt án þess að vera olíukennd. Frábært fyrsta skref í kvöldrútínu.

Rice Pure Essential Toner - Thank You Farmer
Þessi mildi tóner með nærandi hrísgrjónavatni gefur húðinni rakaskot, ró og fallegan ljóma án þess að erta húðina. Tónerinn jafnar húðlit og bætir áferðina, gerir húðina klára fyrir serum og krem og hjálpar öðrum húðvörum að vinna betur. Fullkomin undirstaða fyrir haustrútínuna, hvort sem húðin þín er þurr, viðkvæm eða bara þarf smá orkuskot!

Madagascar Centella Poremizing Quick Clay Stick Mask - Skin1004
Stundum þarf húðin aðeins meiri djúphreinsun  og þá kemur þessi snilldar vara til bjargar. Um er að ræða snilldarhreinsimaska í stiftformi sem gerir það einfalt að fríska upp á húðina, þétta svitaholur og draga úr umframfitu.
Með krafti úr fimm tegundum af leir, þar á meðal 18% kaólín og fínum rauðum baunum, skrúbbar hann burt óhreinindi og gefur húðinni sléttara og heilbrigðara yfirbragð. Fullkominn fyrir T-svæðið, eða allsstaðar þar sem húðin kallar á smá auka hreinsun.

Total Eye Lift - Clarins
Ef augnsvæðið þitt þarf smá aðstoð við að vakna eftir sumarið, þá er þetta það sem haustrútínan kallar á. Þetta lúxus augnkrem er hannað með sérþekkingu Clarins á lyftingu og inniheldur PRO-TIGHTENING MATRIX sem er nýstárleg formúla sem myndar þéttandi filmu á húðinni og veitir strax sýnileg lyftingaráhrif.
Kremið vinnur á þreytu, fínum línum og slappleika í kringum augun og pakkningarnar eru meira að segja endurfyllanlegar, svo þú getur bæði hugsað vel um húðina og umhverfið í leiðinni.

Sensi Science Ultra-Comforting Moisture Cream - Dr Irena Eris
Þetta létta en nærandi 24 stunda krem inniheldur 97% náttúruleg innihaldsefni og er sérstaklega hannað fyrir húð sem þarf ró, raka og vernd.
Kremið inniheldur Sensi Magnololol-H sem er andoxandi og sefandi efni sem róar og styrkir ysta varnarlag húðarinnar. Húðin verður silkimjúk, jafnvæg og fær náttúrulegan ljóma – fullkomið í haustsloppnum með tebolla í hönd.

Ekki hunsa húðumhirðuna í haust. Það má skoða allar húðvörur með því að smella hér.