15. Júlí 2025

Upprunaleg uppskrift frá mömmu minni í Túnis

Safa Jemai frum­kvöðull og ástríðukokk­ur er gest­ur Sjafn­ar Þórðardótt­ur í næsta þætti í grillþáttaserí­unni Log­andi ljúf­fengt. Allt hrá­efnið fæst í versl­un­um Hag­kaups.

Safa er iðin við að halda á mörg­um bolt­um á lofti í einu en hún er líka hug­búnaðar­verk­fræðing­ur sem og stofn­andi og eig­andi Ma­brúka-krydd­anna sem hafa vakið at­hygli hér á landi. Safa elsk­ar að prófa fram­andi rétti og hef­ur mikla ástríðu fyr­ir góðum krydd­um.

Safa er upp­runa­lega frá Tún­is og flutti til Íslands fyr­ir nokkr­um árum og byrjaði þá að para sam­an ís­lenskt hrá­efni við heima­gerð krydd frá Tún­is og upp­götvaði þá í fram­haldi hversu vel krydd­in frá heimalandi henn­ar pössuðu vel við ís­lenskt hrá­efni.

Hún gef­ur Sjöfn og áhorf­end­um forsmekk­inn af því sem hún hef­ur mikið dá­læti af þegar kem­ur að því að grilla. Safa býður upp á grillaðar ris­arækj­ur, lamba­kon­fekt sem hún marín­er­ar og krydd­ar til með Ma­brúka-krydd­in­um sem eiga sér fal­lega sögu.

„Hariss­an okk­ar hjá Ma­brúka er gerð eft­ir upp­runa­legu upp­skrift­inni henn­ar mömmu sem hún ger­ir heima,“ seg­ir Safa á meðan hún sýn­ir Sjöfn hand­bragð sitt þegar hrá­efnið er kryddað og marín­erað.

Grillaðar ris­arækj­ur með Ma­brúka-sítr­ónu­blöndu og hand­gerðu harissa
400 g ris­arækj­ur, afþýdd­ar
1 msk. Ma­brúka sítr­ónu­börk­ur
1 tsk. Ma­brúka harissa
1 msk. ma­brúka salt og pip­ar
4–5 msk. ólífu­olía

Aðferð:
Blandið sam­an ólífu­olíu, sítr­ónu­berki, harissa, salti og pip­ar í skál. Bætið rækj­un­um við og veltið þeim vel upp úr krydd­blönd­unni. Látið standa og marín­er­ast í 10 mín­út­ur á meðan grillið hitn­ar. Grillið rækj­urn­ar í um það bil 3 mín­út­ur á hvorri hlið, þar til þær eru fal­lega gyllt­ar og eldaðar í gegn. Hægt er að bera þær fram með lamba­kon­fekti og grilluðu græn­meti eða fara aðra leið og bera þær frammeð góðu flat­brauði, jóg­úrtsósu eða fersku sal­ati.

Grillað lamba­kon­fekt með Ma­brúka-lambakryddi
600 g lambakon­fekt
1 msk. Ma­brúka lambakrydd­blanda
1 msk. salt og pip­ar
2 msk. ólífu­olía

Aðferð:
Blandið sam­an ólífu­olíu, lambakryddi, salti og pip­ar. Veltið lamb­inu vel upp úr krydd­blönd­unni. Látið standa og marín­er­ast í um það bil 15 mín­út­ur. Hitið grillið upp á meðan. Grillið lambið á heitu grilli í 2–3 mín­út­ur á hvorri hlið. Það fer líka eft­ir stærð bit­anna og hvernig þið viljið hafa steik­ing­una hversu lengi þið grillið lamba­kon­fektið. Látið kjötið hvíla í 5 mín­út­ur áður en það er borið fram, t.d. með grilluðu græn­meti og ris­arækj­um líkt og gert var í þætt­in­um. Eða með góðum hrís­grjón­um.

Grillað græn­meti með Ma­brúka-græn­metiskryddi
1 kúr­bít­ur, skor­inn í sneiðar
1 rauð paprika, skor­in í fernt
1-2 tóm­ar
2 msk. ólífu­olía
1 msk. Ma­brúka græn­metiskrydd­blanda
Salt og pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:
Blandið sam­an ólífu­olíu, græn­metiskryddi, salti og pip­ar. Penslið græn­metið með kryddol­í­unni. Blandið sam­an ólífu­olíu, harissu, salti og pip­ar og veltið kúr­bítn­um vel í harissukrydd­inu. Grillið á meðal­heitu grilli í 3–5 mín­út­ur á hvorri hlið, eða þar til græn­metið fær fal­lega áferð, grill­rend­ur og verður mjúkt. Berið fram með því sem hug­ur­inn girn­ist.