15. Júlí 2025
Upprunaleg uppskrift frá mömmu minni í Túnis
Safa Jemai frumkvöðull og ástríðukokkur er gestur Sjafnar Þórðardóttur í næsta þætti í grillþáttaseríunni Logandi ljúffengt. Allt hráefnið fæst í verslunum Hagkaups.
Safa er iðin við að halda á mörgum boltum á lofti í einu en hún er líka hugbúnaðarverkfræðingur sem og stofnandi og eigandi Mabrúka-kryddanna sem hafa vakið athygli hér á landi. Safa elskar að prófa framandi rétti og hefur mikla ástríðu fyrir góðum kryddum.
Safa er upprunalega frá Túnis og flutti til Íslands fyrir nokkrum árum og byrjaði þá að para saman íslenskt hráefni við heimagerð krydd frá Túnis og uppgötvaði þá í framhaldi hversu vel kryddin frá heimalandi hennar pössuðu vel við íslenskt hráefni.
Hún gefur Sjöfn og áhorfendum forsmekkinn af því sem hún hefur mikið dálæti af þegar kemur að því að grilla. Safa býður upp á grillaðar risarækjur, lambakonfekt sem hún marínerar og kryddar til með Mabrúka-kryddinum sem eiga sér fallega sögu.
„Harissan okkar hjá Mabrúka er gerð eftir upprunalegu uppskriftinni hennar mömmu sem hún gerir heima,“ segir Safa á meðan hún sýnir Sjöfn handbragð sitt þegar hráefnið er kryddað og marínerað.
Grillaðar risarækjur með Mabrúka-sítrónublöndu og handgerðu harissa
400 g risarækjur, afþýddar
1 msk. Mabrúka sítrónubörkur
1 tsk. Mabrúka harissa
1 msk. mabrúka salt og pipar
4–5 msk. ólífuolía
Aðferð:
Blandið saman ólífuolíu, sítrónuberki, harissa, salti og pipar í skál. Bætið rækjunum við og veltið þeim vel upp úr kryddblöndunni. Látið standa og marínerast í 10 mínútur á meðan grillið hitnar. Grillið rækjurnar í um það bil 3 mínútur á hvorri hlið, þar til þær eru fallega gylltar og eldaðar í gegn. Hægt er að bera þær fram með lambakonfekti og grilluðu grænmeti eða fara aðra leið og bera þær frammeð góðu flatbrauði, jógúrtsósu eða fersku salati.
Grillað lambakonfekt með Mabrúka-lambakryddi
600 g lambakonfekt
1 msk. Mabrúka lambakryddblanda
1 msk. salt og pipar
2 msk. ólífuolía
Aðferð:
Blandið saman ólífuolíu, lambakryddi, salti og pipar. Veltið lambinu vel upp úr kryddblöndunni. Látið standa og marínerast í um það bil 15 mínútur. Hitið grillið upp á meðan. Grillið lambið á heitu grilli í 2–3 mínútur á hvorri hlið. Það fer líka eftir stærð bitanna og hvernig þið viljið hafa steikinguna hversu lengi þið grillið lambakonfektið. Látið kjötið hvíla í 5 mínútur áður en það er borið fram, t.d. með grilluðu grænmeti og risarækjum líkt og gert var í þættinum. Eða með góðum hrísgrjónum.
Grillað grænmeti með Mabrúka-grænmetiskryddi
1 kúrbítur, skorinn í sneiðar
1 rauð paprika, skorin í fernt
1-2 tómar
2 msk. ólífuolía
1 msk. Mabrúka grænmetiskryddblanda
Salt og pipar eftir smekk
Aðferð:
Blandið saman ólífuolíu, grænmetiskryddi, salti og pipar. Penslið grænmetið með kryddolíunni. Blandið saman ólífuolíu, harissu, salti og pipar og veltið kúrbítnum vel í harissukryddinu. Grillið á meðalheitu grilli í 3–5 mínútur á hvorri hlið, eða þar til grænmetið fær fallega áferð, grillrendur og verður mjúkt. Berið fram með því sem hugurinn girnist.