16. Júlí 2025
25% afsláttur af skólatöskum
Nýtt skólaár er handan við hornið og nú er tilvalinn tími til að gera sig kláran. Í Hagkaup finnur þú mikið úrval af vönduðum og fallegum skólatöskum og það er 25% afsláttur er af öllum skólatöskum dagana 17.-27. júlí.
Það er alltaf eitthvað spennandi við að undirbúa sig fyrir nýtt skólaár – fersk markmið og gleði yfir því að hittast aftur í skólanum. Rétta skólataskan getur skipt máli, bæði fyrir notagildi og gleði og nú er hún líka á frábæru verði.
Hvort sem þú ert að leita að tösku fyrir yngsta nemandann eða eldri krakka sem vilja stílhreina og þægilega tösku fyrir daglegt skólastúss, þá finnur þú hana hjá okkur. Við bjóðum fjölbreytt úrval af gerðum, litum og stærðum.
Komdu í Hagkaup og tryggðu þér skólatösku með 25% afslætti.