21. Desember 2023

Timían-smjörsteiktar perur

Smjörsteiktar perur eru ómissandi meðlæti með hátíðarsteikinni enda góðar á bragðið og fallegar á að líta.

4 stk perur

150 g smjör

25 g timían

2 g salt

Aðferð:

  • Skrælið perurnar og skerið í fjóra bita.
  • Bræðið smjör á pönnu og bætið timían á pönnuna.
  • Perurnar eru steiktar í smjöri við miðlungshita þar til þær eru mjúkar í gegn.
  • Gott er að ausa smjöri yfir perurnar allan tímann.
  • Skreytt með rauðum skógarsúrum.