22. Janúar 2026

Uppáhalds vörur Eygló Fanndal á Heilsudögum

Íþróttamaður ársins, Eygló Fanndal Sturludóttir, hefur á undanförnum árum fest sig rækilega í sessi sem ein fremsta kraftlyftingakona landsins. Hún hefur náð eftirtektarverðum árangri bæði hér heima og á alþjóðavettvangi og unnið til fjölda titla. Með óbilandi aga, metnaði og ástríðu fyrir íþróttinni hefur Eygló orðið fyrirmynd margra og sýnt að markviss vinna skilar árangri.

Í tilefni af Heilsudögum í Hagkaup deildi Eygló innsýn í lífstíl sinn og fór yfir sínar uppáhalds vörur sem styðja við æfingar, bata og heilbrigðan lífsstíl.

Eygló tekur kreatín daglega, henni finnst það hjálpa henni virkilega mikið þar sem hún er í styrktaríþrótt og tekur það hvenær sem er þegar hún man eftir því yfir daginn.

Kretín gegnir lykilhlutverki í orkuframleiðslu líkamans og styður við styrk, úthald og almenna vellíðan í daglegu lífi. Kreatín getur einnig bætt bata, dregið úr þreytu og stutt við heilastarfsemi, svo sem einbeitingu og minni.

Kreatín er sérstaklega gagnlegt fyrir konur þar sem þær eru oft með lægra náttúrulegt kreatínmagn í líkamanum. Regluleg notkun getur aukið orku og styrk án þess að valda óæskilegri vöðvastækkun, stutt við vöðva- og beinheilsu og hjálpað við orkuleysi sem tengist álagi eða hormónabreytingum. Kreatín er því ekki aðeins bætiefni fyrir æfingar, heldur öflugur stuðningur við heilsu og lífsgæði fyrir alla.

Eygló tekur líka vítamín daglega og vill hafa það eins einfalt og hægt er, svo hún tekur Omega 3, D-vítamín og C-vítamín.

Í stuttu máli er Omega-3 gott fyrir hjarta og heila og dregur úr bólgum, D-vítamín styrkir bein og ónæmiskerfi, og C-vítamín styður ónæmiskerfið og hjálpar líkamanum að gróa.

Eygló passar vel upp á hvað hún borðar og þá sérstaklega að halda prótein magninu nægilega miklu og þá finnst henni próteinduft henta vel þegar hún nær því ekki inn með venjulegri fæðu yfir daginn.

Prótein er mikilvægt fyrir alla því það byggir upp og viðheldur vöðvum, styður við viðgerðir í líkamanum og er nauðsynlegt fyrir hormón, ensím og sterkt ónæmiskerfi.

Hér er svo hægt að sjá hefðbundinn dag í lífi íþróttamanns ársins, hvernig hún byrjar daginn áður en hún fer í verknám í læknisfræði, förum með henni á æfingu og sjáum hvernig dagurinn hennar endar. Þvílík fyrirmynd!