20. Janúar 2026

Heilsumarkaður í Hagkaup Smáralind sló í gegn

Heilsudagar eru í fullum gangi og standa yfir í verslunum Hagkaups til 2. febrúar þar sem er fjölbreytt úrval af vítamínum og heilsutengdum vörum á tilboði.

Laugardaginn 17. janúar fór fram Heilsumarkaður í Hagkaup Smáralind. Fjölbreytt úrval heilsutengdra /vörumerkja var til sýnis, með kynningum, smökkum og ráðgjöf sem veittu gestum innblástur.

Gestir gátu smakkað alls konar góðgæti, allt frá próteinvöfflum og próteindrykkjum til sykurlausra sulta, ásamt vítamínum, bætiefnum og öðrum spennandi heilsuvörum. Helga Magga, næringarráðgjafi og áhrifavaldur, var á svæðinu og veitti góð ráð um vítamín og bætiefni auk þess að bjóða gestum upp á smakk.

Haggi kíkti í heimsókn og heilsaði uppá krakkana og gátu gestir tekið þátt í skemmtilegum golfæfingum í golfhermi í boði Hagkaups og VIT-HIT fyrir utan verslunina. Heilsumarkaðurinn var afar vel sóttur og fjöldi fólks heimsótti okkur og átti skemmtilegan dag í Smáralind.