Kiehl's Clearly Corrective™ Daily Re-Texturizing Triple Acid Peel inniheldur 5,5% AHA (glýkól- og mjólkursýrur),0,18% BHA (salisýlsýru) og 3% PHA (gluconolactone) sem draga úr sýnileika opinna húðhola, auka ljóma og heilbrigði og slétta og jafna áferð húðar. Formúlan gefur milda slípun með sýrublöndunni og róandi áhrif koparglúkónats og því má nota vöruna daglega. Formúlan hentar öllum húðgerðum, jafnvel viðkvæmum. Við prófanir á upplifun viðskiptavina í fjórar vikur sáu 88% minnkun á sýnileika opinna húðhola, 91% voru sammála um að húð var jafnari og mýkri og 88% fannst húð meira ljómandi.