24. Júlí 2025

Æv­intýralegt alls­nægta­borð

Arki­tekt­inn og lífs­knústner­inn Hild­ur Gunn­laugs­dótt­ir er gest­ur Sjafn­ar Þórðardótt­ur í síðasta þætt­in­um í grillþáttaserí­unni Log­andi ljúf­fengt í bili. Hún er þekkt fyr­ir að vera með ein­stak­lega skemmti­leg­an In­sta­gram­reikn­ing þar sem hún deil­ir skemmti­leg­um hug­mynd­um fyr­ir heim­ilið og má segja að hún sé líka áhrifa­vald­ur. Allt hrá­efnið fæst í versl­un­um Hag­kaups.

Hild­ur er sniðugri en flest­ir og mik­ill gleðigjafi sem kann að halda al­vöru grillpartí. Hún töfr­ar fram æv­intýralegu alls­nægta­borði með frönsku, ítölsku og íslensku ívafi með Sjöfn. Hún hleður á borðið alls kon­ar kræs­ing­um, þar má nefna íslenska osta, grillaða og bakaða, fersk ber, sæta mola, holl frækex, stein­bakað bagu­ette svo fátt sé nefnt. Þær stöll­ur grilla síðan góðgæti sem stein­ligg­ur þegar garðveislu skal gjöra.

„Mér finnst fátt skemmti­legra en að halda ein­föld og skemmti­leg partí þar sem eitt­hvað er fyr­ir alla en án þess að vera að slig­ast í eld­hús­inu í marga klukku­tíma. Að stilla upp svona blönduðum kræs­ing­um á viðarbretti og kera­mikplatta eins og við Sjöfn ger­um hér eru full­komn­ar til að bjóða upp á. Það eru eng­ar regl­ur aðrar en að hafa bara gam­an að þessu og skemmti­leg­ast er auðvitað að gera þetta með góðri vin­konu,“ seg­ir Hild­ur og bros­ir sínu fal­lega og hlýja brosi. 

„Ég elska æv­in­týra­leg alls­nægt­ar­borð eins og þetta, er í anda Róm­verja og all­ir finna eitt­hvað við sitt hæfi.“