22. Október 2025

Pizza kónguló fyrir hrekkjavökuna

Helga Magga setti saman skemmtilega uppskrift af pizza kónguló og pizza slaufum fyrir hrekkjavökuna.

2 shake and pizza pizzudeig 
1 shake and pizza ostur 
pizzusósa 
álegg að vild 
oregano
brauðstangakrydd frá Kryddhúsinu 
Mozzarella perlur 

Annað deigið flatt út, pizzasósa sett á deigið ásamt álegginu. Mozzarella perlurnar settar í miðjuna, kryddað með oregano og brauðstangarkryddi. Hitt pizzudeigið sett yfir pizzuna. Gott að setja skál á mozzarella fjallið. Lappirnar eru svo skornar í deigið, 5 fætur sitthvoru megin. Fæturnar snúnar út frá búknum, sjá mynd. 

Auka deig sem ekki er notað í fæturnar er skorið í burtu, skorið í ræmur, snúið og sett á sér bökunarplötu. 

Kóngulóin og pissaslaufurnar eru bakaðar við 180 gráður í 15-20 mínútur. Pizzaslaufurnar gætu þurft aðeins minni tíma í ofninum en kóngulóin sjáfl. 

Berið strax fram og njótið.