16. Október 2025

Vetrarrútína með Biotherm

Þegar haustið verður að vetri finnur húðin strax fyrir breytingunni – kaldur vindur, þurrt loft og hitabreytingar geta þurrkað húðin og dregið úr náttúrulegum ljóma hennar, en það þarf ekki að vera þannig! Biotherm er þekkt fyrir háþróaðar húðvörur sem byggja á krafti náttúrunnar og vísindum sem hjálpa húðinni í baráttunni við þurrkinn og kuldann.  Nú færðu allar vörur frá Biotherm á 20% afslætti í Hagkaup til 22. október!

Aquasource Hydra Barrier Cream

Þetta dásamlega rakakrem er eins og hlýr trefill fyrir húðina inn í veturinn.
Formúlan inniheldur meðal annars Bio-Ceramides sem styrkja og endurbyggja rakavörn húðarinnar, hýalúrónsýru sem hjálpar húðinni að halda í raka forðann og kraftmikla Biotech Plankton™ lífvirka þörunga sem endurvekja og gefa húðinni heilbrigðan ljóma.

Húðin verður mýkri, nærðari og tilbúin að takast á við kulda og vind sem fylgir íslenskum vetri.

Við ætlum að setja hér upp frábæra húðrútínu með Biotherm vörum þar sem Aquasorce Hydra Barrier Cream er meðal annars notuð. Þessi rútína er sett saman með það í huga að aðstoða húðina við að taka á móti köldum vetrardögum og vera undir það búin.

1. Hreinsun: Aquasource Hydra Barrier Cleanser – kremkenndur froðuhreinsi sem fjarlægir óhreinindi án þess að þurrka húðina. Mikilvægt að byrja rútínuna á því að hreinsa húðina svo hún sé hrein og fín fyrir allt sem á eftir kemur.
2. Styrking: Aquasource Hydra Barrier Cream notað á morgnana og kvöldin – létt áferð, hröð upptaka og verndar húðina fyrir umhverfis áreiti.
3. Næring: Eftir æfingu eða kuldagöngu er tilvalið að dekra við líkamann sem við eigum til að gleyma. Lait Corporel Active Recovery er líkamsmjólk sem vinnur á þurrki, ertingu og sprungum í húðinni. Algjör næringarbomba fyrir húðina sem þarf oft á því að halda!

Hvort sem þú ert á leið á æfingu, í vinnuna eða bara að takast á við íslenskan október og bræður hans sem fylgja þá er Biotherm til staðar og hjálpar þér að verja húðina og halda henni í jafnvægi.
Allar Biotherm vörur eru nú á 20% afslætti í Hagkaup til 22. Október og sérfræðingar frá merkinu eru í verslunum okkar tilbúnir til þess að aðstoða þig að velja vörur við þitt hæfi.