8. Febrúar 2023

Allt fyrir ástina í Hagkaup

Þriðjudaginn 14.febrúar er hinn eini sanni Valentínusardagur og við nýtum hvert tækifæri og fögnum ástinni vel og innilega. Það er um að gera að gera vel við sig og sína á þessum degi og við erum með nokkrar frábærar hugmyndir fyrir ykkur til þess að gera daginn eftirminnilegan.

Hvort sem þig langar að koma ástinni á óvart með dekri, gjöfum, góðum mat, súkkulaði eða sætabrauði þá færðu það allt hjá okkur. Þar sem um þriðjudag er að ræða er tilvalið að einfalda sér lífið og nýta sér til dæmis dásamlegar kökur og veitingar frá 17 Sortum, í ár er hægt að kaupa sérstakar Valentínusaröskjur ásamt sjálfri Valentínusartertunni.

valentínusardagur, sætabrauð, 17 sortir, kökur, bollakökur

Fersk blóm eru alltaf góð hugmynd og þá sérstaklega á Valentínusardaginn, bættu súkkulaði við og þú ert með hinn fullkomna Valentínusarpakka. Súkkulaði er bæði frábær gjöf og eftirréttur á dögum sem þessum og Lindor barinn í Hagkaup Kringlunni og Smáralind er uppfullur af ljúffengu súkkulaði í hinum ýmsu bragðtegundum svo allir ættu að geta fundið sér eitthvað við hæfi. Blómakælarnir okkar eru svo fullir af fallegum blómum fyrir ástina.

Sælkerabúðin, Nauta Carpaccio, matur, kjöt, veitingar, gæði, sælkeri

Hjá vinum okkar í Sælkerabúðinni getur þú svo gripið kvöldmatinn án mikillar fyrirhafnar. Hjá þeim er frábært úrval af gæða kjöti, meðlæti og tilbúnum réttum sem tilvalið er að grípa með sér til þess að gera einstaklega vel við sig og kjörið að grípa með sér óáfengt vín hjá okkur í leiðinni hvort sem það er hvítt, rautt eða freyðandi. Í tilefni Valentínusar- og konudags verður svo hægt að kaupa sér útbúnar öskjur hjá Sælkerabúðinni sem innihalda matinn og blómin fyrir tilefnið. Öskjurnar koma í sölu þann 14. Febrúar.

Hvort sem þú vilt taka þetta alla leið og gera dag úr Valentínusardeginum eða vilt jafnvel bara gleðja ástina með blómvendi eða sætum bita þá færð þú allt fyrir ástina í verslunum Hagkaups.