8. Maí 2025

CHANCE frá CHANEL – Ilmur örlaganna

Fyrir CHANEL er tilviljun aldrei tilviljun ein. Hún kviknar á réttu augnabliki, í markvissum fundi – óvænt en samt einhvern veginn óumflýjanleg.

Að grípa tækifærið

Tilviljun er ekki eitthvað sem þú bíður eftir – þú grípur hana með hugrekki. Þú mótar hana, skapar hana, og segir frá henni hátt og skýrt. CHANCE er ilmur fyrir þá sem trúa því að örlögin brosi til þeirra sem þora.

CHANCE er meira en ilmur. CHANCE er hugarástand. Mótar þig og leiðir þig áfram í leiknum sem við köllum lífið og hann vinnur alltaf – ilmandi fundur sem skilur eftir sig orku sem sveimar um með djörfung, glaðværð og hlátri. Það er eitthvað frískandi og náttúrulegt við CHANCE – eins og bros sem kemur beint frá hjartanu.

CHANCE EAU SPLENDIDE – Nýtt meistaraverk frá CHANEL

CHANCE EAU SPLENDIDE er nýr, glitrandi og ómótstæðilegur ilmur – lýsandi, sjálfsprottinn og heillandi. Meistaraverkið kemur frá Olivier Polge, ilmhönnuði CHANEL.

Nýr litur í CHANCE-litaspjaldið

Eftir bleikan, grænan, gulan og appelsínugulan – kemur fjólublár. Liturinn sem stendur fyrir töfra, léttleika, dýpt og djörfung. Fjólublár ber með sér uppreisnaranda sem felur í sér styrk og ljóma, undir yfirborði leikandi léttleika.

CHANCE EAU SPLENDIDE er ilmur í fullkomnu jafnvægi milli gleði og jarðtengingar. Hann er léttur og skær – en um leið rótfastur og nákvæmur.

Ilmur sem ber glitrandi hindberjatón með kröftugu blómahjarta úr rós og rósargeraníum sem að hluta til er ræktað í ilmgörðum CHANEL í Grasse. CHANCE EAU SPLENDIDE kemur fram þar sem þú átt síst von á. Hann leikur sér, glettist og segir dásamlega sögu – af konum sem trúa á kraftinn í því óvænta. Hann er glettinn og skemmtilegur – rétt eins og hlátur sem brýtur þögnina. Hann tekur áhættu – og minnir okkur á að leikurinn er aldrei búinn.

CHANCE EAU SPLENDIDE er eins og úði af góðri tilviljun á hálsinn – til að velja, trúa á og klæðast aftur og aftur.

NÝJA CHANCE FRÁ CHANEL ER EINFALDLEGA SPLENDIDE.