Vinsamlegast ath!

Á tax free getur verið lengri bið eftir pöntunum úr vefverslun vegna fjölda pantana.

12. Október 2023

Amerískir dagar í Hagkaup

Það er loksins komið að þeim - Amerískir dagar! Þeir verða í verslunum Hagkaups dagana 12.-22. október. Á Amerískum dögum eru allskonar skemmtilegar vörur frá Ameríku í búðunum okkar og margar amerískar vörur sem eru almennt í úrvali á tilboði.

Brot af þeim frábæru vörum sem verða í boði á Amerískum dögum nammi, snakk, kökur, bakstursvörur, gos, ís, kex og svo margt annað.

Sem dæmi um nammi sem er í boði má nefna allskonar tegundir af sour patch kids, Skittles, Rese‘s Penutbutter cups, Hersey‘s Kisses, Nerds og Laffy Taffy.

Það verða einnig í sölu súkkulaðidropar og sýróp frá Hersey‘s en það getur verið gott að eiga þær vörur til fyrir jólabaksturinn sem nálgast.

Dæmi um vinsæl vörumerki sem verða á tilboði hjá okkur eru Betty Crocker, Ben & Jerry‘s, Atlanta Cheescake Factory, Barbie og Oreo. Þar að auki verða frábær tilboð af amerískum kleinuhringjum og kanilsnúðum í Bakaríi Hagkaups þessa daga.

Kjúklingavængir verða í góðu úrvali ásamt frábæru úrvaldi af BBQ sósum í ýmsum útfærslum og vinsælu kryddunum frá Badia. Til þess að toppa matarboðið fáum við til okkar þrjár nýjar steikur úr íslensku nautakjöti Picanha, Diamond file og Bullet muscle.

 Picanha er bragðgóð steik og þarf einungis að nota salt sem krydd, en auðvitað hægt að marenera og græja að eigin höfði. Góð á grillið! Hún er komin á top 5 lista yfir vinsælustu steikur í USA.

Diamond file er gómsæt steik úr framhrygg og er hægt að grilla eða nota í flesta rétti.

Bullet muscle er svo endinn af nautafile sem er nýtt sem góð steik í USA og nú í Hagkup.

Við tökum fagnandi á móti ykkur á Amerískum dögum í Hagkaup.