22. Ágúst 2023

Andlitsserum

Serum er húðvara sem margir velta fyrir sér og vita jafnvel ekki hvers vegna við ættum að nota slíka vöru. En serum er frábær viðbót við húðrútínuna hvort sem er kvölds eða morgna.

Andlitsserum er létt húðvara sem hefur yfirleitt einn ákveðinn húðbætandi eiginleika. Serum er ekki krem og kemur ekki í staðinn fyrir krem en þau er gott að nota með góðu rakakremi.

Það eru til ótal tegundir en þau koma í mismunandi áferðum og geta verið gel-, olíu- eða jafnvel vatnskennd og hafa hver sinn eiginleika. Það eru til serum sem vinna gegn bólum, gegn þurrki, fínum línum og hrukkum og jafnvel serum sem gefa húðinni meira líf og ljóma. Það eru virku innihaldsefnin í seruminu sem ákvarða það hver virkni þess fyrir húðina er en serum innihalda jafnan meira magn af virkum innihaldsefnum heldur en til dæmis dag- og næturkrem og því þarf yfirleitt ekki mikið magn af serumi í hverri notkun.

Það fer eftir virka innihaldsefninu hvort serum er notað kvölds, morgna eða bæði því sum innihaldsefni, eins og til dæmis retinol, má ekki nota á morgnanna því húðin verður extra viðkvæm fyrir sólarljósi. Við mælum með því að lesa vel leiðbeiningar um notkun á því serumi sem þú ákveður að prófa áður en þú ferð að nota það.

Við ætlum að segja ykkur frá nokkrum spennandi serumum sem við erum með í sölu hjá okkur.

Aquality Water Serum Concentrate – Dr Irena Eris

Frábært rakaserum sem fyllir á rakabúskap húðarinnar og hjálpar henni að halda í rakann. Húðin verður uppfull af raka en serumið dregur einnig úr ásýnd fínna lína svo húðin verður fíngerðari og fær fallegan ljóma við notkun. Serumið má nota bæði kvölds og morgna.

Ultra Pure High-Potency Serum 9.8% Glycolic Acid – Kiehl‘s

Hér höfum við serum sem inniheldur háa prósentu af glýkólsýru en hún vinnur gegn þurrki og bætir raka og ljóma í húðinni. Þetta ágæta serum er mjög hrein blanda innihaldsefna og inniheldur einungis sjö innihaldsefni. Serumið sléttir áferð húðarinnar og gefur henni aukinn ljóma. Serumið má bara nota á kvöldin og það er mikilvægt að byrja á að nota það bara annað eða þriða hvert kvöld. Það er líka mjög mikilvægt að passa að nota sólarvörn á daginn þegar serum með glýkólsýru eru notuð á kvöldin.

Vitamin C Glow Boost Serum – Garnier

C vítamín serum sem bætir ljóma húðarinnar og vinnur gegn dökkum blettum í húðinni. Serumið inniheldur 3,5% níasínamíð sem styrkir varnir húðarinnar, C-vítamín sem vinnur gegn dökkum blettum og gefur húðinni ljóma og Salisýlsýru sem hjálpar okkur að losa húðina við dauðar húðfrumur. Þetta serum er ætlað til notkunar á morgnanna og inniheldur SPF 25.

Retinol Fix Concentrate Booster – NIP+FAB

Serum sem inniheldur 0,3% retinol sem gott er að nota einu sinni til tvisvar í viku, á kvöldin. Gott er að hafa í huga að retinol gerir húðina viðkvæmari fyrir sól svo það er mikilvægt að nota sólarvörn á daginn ef maður notar retinol. Serumið vinnur gegn fínum línum og hrukkum í húðinni en inniheldur einnig aloe vera sem endurnærir húðina og gefur henni raka. Tilvalið serum fyrir þau sem vilja byrja að prófa sig áfram með retinol.

Ég gæti haldið endalaust áfram að tala um serum en læt þetta duga í bili. Það er hægt að skoða öll serum með því að smella hér. Svo er auðvitað alltaf hægt að kíkja til okkar í verslanir okkar og fá aðstoð hjá starfsfólki við að velja serum sem hentar.  

Höfundur: Lilja Gísladóttir fyrir Hagkaup