25. Október 2022

Augngríma sem breytir leiknum!

Á rölti mínu um Hagkaup í Skeifunni um daginn rakst ég á augnmaska sem fönguðu svo sannarlega athygli mína. Heated Eye Mask Sleepover frá Popmask. Mér fannst áhugavert að það væru til augnmaskar sem hitna!! Til hvers? Afhverju? Og virkar það? Förum aðeins yfir þetta saman.

Heated Eye Mask Sleepover eru augngrímur sem hitna á 30 sekúndum eftir að þú opnar þær og haldast heitar í yfir 20 mínútur. Hitinn eykur blóðflæðið á augnsvæðinu, dregur úr þrota og hjálpar til við slökun og er því fullkominn fyrir svefninn! Ég hef sjálf prófað þessa týpu nokkrum sinnum og ég er mjög hrifin! Það er rosa kósý, sérstaklega í þurru og köldu lofti eins og hefur verið undanfarið, að leggjast upp í rúm með heita augngrímu og slaka á í 10-20 mínútur áður en svefninn tekur við! Augngríman hjálpar svo sannarlega til við að ná slökun og getur dregið úr höfuðverk og það virkaði allavega mjög vel fyrir mig. Ég gríp gjarnan í þessa grímu ef ég á erfitt með að ná slökun fyrir svefn og get 100% mælt með.

 

Ef þú ert að leita að leið til þess að kóróna kósýkvöldið eða fá smá aðstoð við slökun eftir erfiða vinnu- eða skólaviku þá er þetta allavega ein leið til þess!

 

Höfundur: Lilja Gísladóttir fyrir Hagkaup