Vinsamlegast ath!

Veisluréttir eru að verða uppseldir 22. júní og við hvetjum fólk til þess að panta sem fyrst

29. Júní 2023

Biotherm

29. júní – 5. júlí eru allar vörur frá Biotherm á 20% afslætti + Tax Free. Ef verslaðar eru vörur frá Biotherm fyrir 9.500 kr eða meira fylgir veglegur kaupauki með. Biotherm leggur mikla áherslu á að hugsa vel um húðina og verja hana frá sólinni. Þegar húðin okkar er lengi í beinu sólarljósi geta UVA og UVB geislar hennar haft skaðleg áhrif á húðina, en með réttum sólarvörnum og kremum getum við varið húðina vel og unnið gegn ótímabærri öldrun eða skemmdum í húðinni af völdum sólarinnar.

Undirbúningur fyrir sólina
Um morguninn, áður en farið er út í sólskinið, er gott að byrja daginn á léttri húðumhirðu. Life Plankton Elixir er nærandi serum sem er frábært fyrsta skref í húðrútínu. Húðin verður mjúk, rakafyllt og endurnærð af ljóma en formúlan inniheldur meðal annars rakagefandi hýalúrónsýru og C-vítamín. Til þess að gefa húðinni enn meiri raka fyrir sólina er gott að grípa svo Aquasource Hyalu Plump Gel rakakremið sem er létt krem með gel áferð. Kremið gefur húðinni samstundis raka og í allt að 48 klukkustundir. Kremið róar húðina og skilur hana eftir mjúka og endurnærða.

Þegar húðin er orðin pakkfull af raka getum við sett sólarvörnina yfir, en sólarvörn á alltaf að vera loka skref húðrútínunnar. Waterlover Sun Milk SPF 50 er svansvottuð sólarvörn sem má nota bæði á andlit og líkama. Sólarvörnin hentar fyrir hvaða aldur sem er og því getur öll fjölskyldan notað sömu vörnina. Kremið smýgur fljótt inn í húðina og skilur ekki eftir sig hvítar rákir en kremið verndar húðina á áhrifaríkan hátt frá geislum sólarinnar (UVA og UVB).

Yfir daginn
Yfir daginn er mikilvægt að hafa sólarvörnina með sér og bæta vel á, sérstaklega ef við ætlum að vera mikið í beinni sól og jafnvel í vatni. Mælst er til þess að bæta vörn á húðina á 2-4 klukkustunda fresti.

Eftir sólríka daga
Eftir alla sólina er mikilvægt að gefa húðinni djúpann og mikinn raka. Húðin getur orðið fyrir miklu vökvatapi í hitanum, eins og við og þarf að fá sinn raka. Þá er gott að byrja á því að grípa aftur Life Plankton dropana og Aquasource Hyalu Plump Gel kremið fyrir andlitið og bæta við Lait Corporel fyrir líkamann. En það er ferskt og gott rakakrem sem róar húðina og styrkir varnir hennar. Formúlan smýgur fljótt inn í húðina svo hún verður ekki klístruð. Frábær endir á góðum degi í sólinni.

Hægt er að skoða allar vörur frá Biotherm hér.