Bleika slaufan Hagkaup

30. September 2025

Bleika slaufan 2025

Bleika slauf­an er ár­legt ár­vekni- og fjár­öfl­un­ar­átak Krabba­meins­fé­lags­ins til­einkað bar­átt­unni gegn krabba­meini hjá kon­um. Hag­kaup er stolt­ur söluaðili Bleiku slauf­unn­ar og verður hún til sölu í öllum verslunum Hagkaups og í vefverslun.

Hagkaup hefur síðustu ár tekið virkan þátt í átakinu með því að selja Bleiku Slaufuna í verslunum sínum auk þess sem viðskiptavinum gefst kostur á að bæta 500 kr. styrk til Bleiku slaufunnar við innkaup sín á sjálfsafgreiðslukössum en Hagkaup bætir svo við þá upphæð.

,,Við viljum leggja þessu verðuga málefni lið á þann hátt sem við getum. Við vöndum okkur við að gefa slaufunum gott rými og sýnileika í verslunum okkar og eigum ekki von á neinu öðru en að salan verði góð í ár," segir Rakel Ósk Hreinsdóttir vörustjóri snyrtivöru og fatnaðar hjá Hagkaup.

Hönnuður slaufunnar í ár er Thelma Björk Jónsdóttir, fatahönnuður, listakona og eigandi Thelma design. Hún hefur mjög persónulega tengingu við Bleiku slaufuna, en hún greindist með brjóstakrabbamein með meinvörpum árið 2024 og lifir því með krabbameini.

Bleika slaufan Hagkaup

Slaufan í ár er rósetta, en Thelma Björk vinnur mikið með þær í sinni hönnun og hefur alltaf verið heilluð af hlutverki þeirra. Þegar hún var að vinna hugmyndavinnuna fyrir Bleiku slaufuna leitaði hún í handavinnukisturnar sem hún erfði eftir ömmu sína og efst í einum bunkanum lá tilbúin slaufa eins og skilaboð til hennar. „Ég hugsaði með mér að hún ætlaði að vera með mér í þessu verkefni,“ segir Thelma Björk. „Ég tók slaufuna og gerði hana að minni, en þetta er í rauninni samstarfsverkefni okkar ömmu.“

Bleika slaufan verður í sölu frá 30. september til 25. október í öllum verslunum og vefverslun Hagkaups.

Smelltu hér til að kaupa Bleiku slaufuna