3. Júlí 2025

Ekki gleyma að næra húðina í sumar!

Það er fátt sem lætur manni líða jafn vel og fersk og vel nærð húð sem fær að njóta sín – sérstaklega yfir sumarið, þegar veðrið er óútreiknanlegt, rútínurnar brotna aðeins upp og við erum meira úti en venjulega. Þó við séum oft fljót að hugsa um sólarvörn á þessum tíma (sem við eigum að sjálfsögðu ALLTAF að nota), þá gleymist stundum hversu mikilvægur rakinn er fyrir húðina – jafnvel í hlýju loftslagi.

Þar koma frábæru vörurnar frá Biotherm sterkt inn. Vörumerkið hefur verið þekkt í áratugi fyrir að sameina náttúru og vísindi, með áherslu á virkar formúlur sem næra húðina ásamt því að gefa henni styrk, ljóma og jafnvægi.

Núna er svo sannarlega rétti tíminn til að næla sér í uppáhalds Biotherm vörurnar því dagana 3.-9. júlí er 30% afsláttur af Biotherm í verslunum Hagkaups og á Hagkaup.is Hér að neðan eru þrjár vörur sem eru fullkomnar fyrir sumarið.

Aquasource Hydra Barrier Cream
Á sumrin getur húðin átt örlítið erfitt vegna ýmissa utan að komandi þátta – á milli sólar, svita, ferðalaga og óreglulegs svefns. Þess vegna er mikilvægt að eiga krem sem ekki bara gefur raka, heldur styrkir húðina og varnarlag hennar. Aquasource Hydra Barrier Cream frá Biotherm er einmitt þannig vara – það veitir 48 stunda djúpan raka en vinnur jafnframt að því að styrkja náttúrulegan varnarvegg húðarinnar svo hún þoli betur allt sem dagurinn hefur upp á að bjóða.
Áferðin er létt, loftkennd og mjúk, smýgur hratt inn í húðina og skilur ekki eftir sig olíukennda áferð – bara slétta, rakamikla og vel nærða húð.

Aquapower Advanced Gel
Það hentar það ekki öllum að nota þykk krem og sum kjósa freakar krem með léttri gel áferð. Fyrir þá sem vilja létta og virka húðumhirðu án þess að þurfa að flækja hlutina mikið, þá er Aquapower Advanced Gel frá Biotherm frábært val.
Þetta rakagel er sérstaklega hannað með karlmenn í huga, með svalandi vatnskennda áferð sem fer hratt inn í húðina og veitir djúpan raka í allt að 48 klst. Það skilur húðina ekki eftir feita eða klístraða – bara ferska, nærða og vel útlítandi.
Þetta er rakagel vinnur ekki einungis að því að laga áferð og yfirbragð húðarinnar strax – heldur styrkir hana með hverri notkun.
Fullkomið fyrir þau sem vilja einfalda og áhrifaríka húðumhirðu.

Lait Corpel Active Recovery
Þegar við hugsum um að gefa húðinni raka hugsum við oft bara um andlitið en líkaminn þarf líka umhyggju. Sólarfar, loftræsting, svefnleysi eða bara almenn þurr húð getur haft áhrif á hvernig okkur líður í eigin skinni. Þar kemur Biotherm Lait Corporel Active Recovery til bjargar – líkamsmjólkin sem vinnur dýpra en bara á yfirborðið.
Þessi endurnýjandi formúla er rík af húðstyrkjandi næringarefnum eins og Biotech Plankton™, vítamín B3, B5 og E, og er sérstaklega þróuð til að styðja við viðgerð og uppbyggingu húðarinnar þegar hún er ert, sprungin eða einfaldlega þreytt. Hún róar húðina strax við fyrstu notkun og gefur mýkt og ljóma.
Ilmurinn er léttur og frískandi, með mjúkum möndlutónum og sítrusnótum sem eru einkennandi fyrir Biotherm.

Kíktu við í næstu verslun Hagkaups og fylltu á rakabirgðirnar fyrir sumarið. Sérfærðingar Biotherm taka vel á móti ykkur og hjálpa ykkur við val á réttum vörum.