21. Febrúar 2024

Brúnkuvörur

Það eru mörg sem lenda í vandræðum þegar kemur að því að velja brúnkuvörur, sem er skiljanlegt því úrvalið er mikið og margar mismunandi tegundir, litir og áferðir í boði. Það getur líka verið bras að ná að bera brúnkuna á sig á vel heppnaðan máta, en til þess að auðvelda það ferli er gott að taka nokkur skref sem við ætlum að deila hér með ykkur ásamt því að segja ykkur frá nokkrum mismunandi brúnkuvörum.

Til að byrja með er gott að fara í sturtu og skrúbba húðina daginn áður en þið ætlið að bera á ykkur brúnku. Þannig losum við okkur við dauðar húðfrumur og afgangs brúnku ef við höfum verið með hana á okkur fyrir. Þetta getur hjálpað við að fá jafnari brúnku og betri endingu.
Eftir skrúbbinn er mikilvægt að gefa húðinni raka, brúnkan getur nefnilega átt það til að setjast sérstaklega í þurra húð og þá geta myndast dekkri flekkir.

Daginn eftir er svo brúnkudagur, þá er gott að setja smá auka raka á þau svæði sem eru extra þurr eins og t.d. olnbogi og handabök ef þess þarf. Ef engin svæði eru extra þurr þá er hægt að fara beint af stað með brúnkuvöruna sem verður fyrir valinu. Það getur hjálpað að nota þar til gerða brúnkuhanska til þess að bera brúnkuna á. Hanskinn hjálpar okkur að fá jafnari áferð og passar uppá að lófinn verði ekki flekkóttur. Svo er bara að fylgja leiðbeiningum á þeirri brúnkuvöru sem þið veljið um hversu lengi brúnkan á að vera á húðinni áður en hún er skoluð af.

Svo eru það brúnkuvörurnar sjálfar. Þær koma í gel, froðu, krem, sprey og dropa formi svo eitthvað sé nefnt og hér að neðan ætlum við að segja ykkur aðeins frá nokkrum vörum sem eru í úrvali hjá okkur.

B.tan – Glow Your Own Way – Tan Gel
Glært brúnkugel sem þarf ekki að skola af. Kremið gefur bæði ljóma og fallega brúnku. Formúlan inniheldur meðal annars hýalúrónsýru og C vítamín svo húðin fær raka um leið. Algjör snilld, sérstaklega fyrir þau sem vilja geta sett á sig brúnku á morgnanna og fara beint út í daginn.

Bondi Sands – Technicolor 1 Hour Express Self Tanning Foam – Emerald
Þessi brúnka er í froðuformi en er ólík öðrum að því leitinu til að hún kemur í nokkrum mismunandi litatónum sem aðlagast þínum húðlit. Froðurnar innihalda sérstaka litatækni sem hjálpa þér að fá besta litinn fyrir þína húð. Liturinn Emerald sem er í hlekknum hér að ofan er með grænan leiðarlit og vinnur gegn appelsínugulum tónum. Formúlurnar gefa lit og góðan raka til þess að bæta endingu brúnkunnar. Eftir að froðan er borin á er gott að bíða í 1-3 klukkustundir áður en hún er skoluð af með volgu vatni.

Marc Inbane – Hyaluronic Self Tan
Brúnku sprey sem gefur húðinni fallegan lit, ljóma og skilur hana eftir mjúka og fulla af raka.  Formúlan er nærandi og án alkóhóls og er einfaldlega spreyjað á andlit eða líkama. Tekur enga stund að smella á og endist í allt að 9 daga.

St. Tropez – Self Tan Luxe Whipped Créme Mousse
Brúnkufroða sem inniheldur fullt af húðbætandi og nærandi innihaldsefnum eins og t.d. níasínamíð, hýalúrónsýru og E vítamín. Mjög létt og góð froða sem gefur náttúrulegan lit. Það er mælst til þess að bíða í allt að 8 klst eftir að froðan er borin á þar til hún er skoluð af með volgu vatni.

Allar brúnkuvörur má skoða með því að smella hér .