Vinsamlegast ath!

Á Tax free getur verið seinkun á afhendingu pantana úr vefverslun.

16. Október 2024

Girnilegt carbonara

Það er vel hægt að fá vatn í munninn yfir þessari girnilegu uppskrift af carbonara sem Matarmenn skelltu í. Uppskriftin hentar vel fyrir 6 fullorðna og þeir nota hágæða hráefni sem fæst að sjálfsögðu allt í Hagkaup.

Uppskrift:
Carbonara (6 fullorðnir) 
600 gr pasta
12 eggjarauður
250 gr parmesan
Pipar eftir smekk
600gr Guanciale eða Pancetta
Steinselja eftir smekk
2 hvítlauksgeirar (heilir)

Byrjum á að rífa niður parmesan í fínni stillingu ásamt því að skera svínakjötið í jafna bita, nokkuð smátt (ath. minnkar á pönnunni). Aðskiljum eggjarauðurnar í skál og hrærum saman. Bætum nú rifna ostinum saman við og hrærum öllu saman. Bætið að lokum piparnum og geymið til hliðar. 

Steikið Guanciale-ið á miðlungs háum hita ásamt hvítlauknum þar til það verður stökkt og eldað í gegn (gott að smakka einn þegar þú heldur að það sé klárt).

Byrjið að sjóða pastað þegar suða hefur komið upp (saltið vatnið með tveim veglegum klípum af salti). Takið hvítlaukinn af pönnunni og hendið. Nú má sigta fituna frá og setja í skál til hliðar. 

Það er mjög mikilvægt að pannan fái núna að kólna vel niður því annars eldast eggjarauðurnar og sósan verður hálfgerð ostaommeletta, það viljum við ekki.

Áður en að pastað er tilbúið takið þið frá pastavatn í ílát (mikilvægt til að þynna út sósuna síðar meir). Gerið eftirfarandi í tveimur hollum.

Setjið loks helminginn af “sósunni” á pönnuna og þynnið út með heitu pastavatninu, setjið helminginn af pastanu á pönnuna og blandið öllu saman, bætið nú helmingnum af guanceale-inu og steinseljunni og toppið með parmesan.

Buon appetito!