25. September 2025
Clarins Double Serum í 40 ár
Árið 1985 kynnti Clarins til sögunnar húðvöru sem breytti leiknum, Double Serum. Um er að ræða tvö serum í einu sem vinna gegn sýnilegum öldrunarmerkjum húðarinnar. Formúlan er tvöföld, byggð á olíu-og vatnssamsetningu húðarinnar og sameinar 22 öfluga plöntukjarna sem virka frábærlega saman. Double Serum vinnur gegn öldrunarmerkjum sem tengjast náttúrulegri öldrun og þeim sem orsakast af lífsstíl og umhverfi.
Á fjörutíu ára afmæli sínu stendur Double serum sterkara en nokkru sinni fyrr og ekki að ástæðulausu að serumið hefur unnið til yfir 480 verðlauna frá því að kom fyrst á markað.
Double Serum hentar öllum húðgerðum og öllum aldri og hefur í fjóra áratugi verið eitt mest selda andlitsserum í heimi, það selst eitt Double Serum á 4 sekúndna fresti í heiminum í dag.
Nýjasta kynslóð Double Serum byggir á 5 ára rannsókn á epigenetík, sem er vísindagrein sem rannsakar hvernig lífstíll og umhverfi geta haft áhrif á genin okkar (ekki bara aldurinn sjálfur). Tæknin er styrkt af tágavingulli frá Provence en plantan styrkir viðnám húðarinnar gegn umhverfi sínu og takmarkar þannig ásýnd öldrunarmerkja.
Dagana 25. september - 1. október er þessi nýja og spennandi vara á 20% afslætti ásamt öllum öðrum vörum frá Clarins. Ef verslaðar eru Clarins vörur fyrir 14.990 kr. eða meira fylgir veglegur kaupauki með á meðan birgðir endast.