27. Apríl 2023

Clarins kynnir Double Serum Light Texture

Ein vinsælasta húðvaran frá Clarins, Double Serum, er nú fáanlegt með léttari áferð. Nýtt Double Serum Light Texture er svar Clarins við þörfum viðskiptavina sinna á léttari áferð á Double Serum, serum sem gengur hraðar inn í húðina og skilur ekki eftir sig olíukennda áferð filmu á húðinni.

Clarins Double Serum er formúla sem hefur notið vinsælda í yfir 35 ár en hún er helst þekkt fyrir að vinna gegn öldrunarmerkjum húðarinnar. Um er að ræða tvö serum í einu sem vinna gegn sýnilegum öldrunarmerkjum í húðinni. Formúlan er tvöföld, byggð á olíu-og vatnssamsetningu húðarinnar og sameinar 21 plöntukjarna sem virka frábærlega saman.

Í hjarta lífhermandi kerfis tvöfaldrar formúlu Double Serum Light Texture hafa rannsóknarstofur Clarins skapað nýjan og byltingarkenndan lípískan fasa sem er hverfandi en þó eins áhrifaríkur. Formúlan sameinar nýja þrennu af ofurléttum sameindum sem valdar voru fyrir rokgirni þeirra: hverfandi olíur sem flytja lykilefni til húðarinnar, hverfa svo og skilja eftir sig tilfinningu berrar húðar án olíukenndra leifa. Með þessu móti stuðla þær að fullkominni dreifingu lykilefna án olíukenndrar tilfinningar á húðinni.

Með Double Serum Light Texture er öll sérfræðiþekking og kraftur Double Serum þar sem sömu vísindi og sömu plöntukjarnar eru notuð. Formúlan kemur í sömu nýstárlegu umbúðunum og áður en bara í léttari formúlu núna.

Dagana 27.apríl-3.maí er þessi nýja og spennandi vara á 20% afslætti ásamt öllum öðrum vörum frá Clarins. Ef verslaðar eru Clarins vörur fyrir 9.900 kr. eða meira fylgir veglegur kaupauki með á meðan birgðir endast. Hér má skoða allar vörur frá Clarins.