28. Apríl 2022

Danskir dagar 28.apríl til 8.maí

Þemadagar í verslunum eru iðulega veisla fyrir neytendur enda bjóðast þá vörur sem alla jafna eru ekki í boði. Í dag hefjast Danskir dagar í Hagkaup og boðið verður upp á kynstrin öll af dönskum dásemdarvörum sem ættu að kæta ansi marga.

Eitt af því eftirtektarverðasta sem í boði er eru lúxus steikur frá Danish Crown en í aðalhlutverki þar eru tveggja kílóa nautalundir sem hafa aldrei verið frystar. Steikurnar eru með eindæmum meirar og mjúkar en jafn­framt umtalsvert stærri en við eigum að venjast. Alla jafna er nautalund um 1,2 kíló en þessar vega, eins og áður segir, tvö kíló en það helgast af því að lundin kemur úr fullvaxta nautum. Að sögn þeirra sem til þekkja er um einstaka gæðavöru að ræða sem kjötunnendur ættu ekki að láta framhjá sér fara en Danskir dagar hefjast í dag og standa yfir í tíu daga.