Vinsamlegast ath!

Á tax free getur verið lengri bið eftir pöntunum úr vefverslun vegna fjölda pantana.

30. Maí 2024

Dior kynnir Miss Dior Parfum

30. maí- 5. júní stendur yfir Dior kynningarvika í verslunum Hagkaups í Kringlunni, Smáralind og á Akureyri. Á þeim tíma fylgir kaupauki með kaupum ef keyptar eru vörur frá Dior fyrir 14.900 kr.eða meira*. Kaupaukinn er falleg Dior snyrtitaska en í henni eru fjórar lúxus stærðir af vinsælum vörum frá Dior. Prufurnar í töskunni eru DiorShow Pump‘n‘volume maskari, Forever Skin Glow farði, Dior Addict LipMaximizer í lit 001 ásamt Miss Dior Blooming Bouquet ilminum. Í tilefni af Dior kynningarviku langar okkur að segja ykkur örlítið frá nýjasta ilminum frá merkinu.

Miss Dior Parfum er nýjasti ilmur Dior en hann er djarfur, elegant og kvenlegur ilmur  sem er frábær inní Miss Dior línuna frá merkinu. Ilmurinn fallegur og ríkur af jasmín en með skemmtilegan tón af rós og ávöxtum í bland við viðartóna og safaríkar mandarínur. Parfum inniheldur meira af ilmkjarnaolíum heldur en aðrir ilmir í línunni.

Ilmurinn kemur í fallegu glasi sem er einkennandi fyrir Miss Dior ilmina með silfurlitaðan borða í slaufu um hálsinn auk þess sem bleiki liturinn einkennir að sjálfsögðu ilminn sjálfan.

Eins og kom fram hér að ofan eru frábærar vörur frá Dior í kaupaukanum en þeirra á meðal er Dior Addict LipMaximizer sem er ein vinsælasta förðunarvaran frá merkinu. Um er að ræða varagloss sem gefur vörunum aukið umfang og fallegan ljóma auk þess sem varirnar fá aukinn raka þar sem þessi frábæra vara inniheldur kirsuberjaolíu og hýalúron sýru. Lip Maximizerinn kemur í nokkrum litum og með mismunandi áferð t.d. með glimmeri eða bara ljómandi. Algjör snilld til þess að gera varirnar extra djúsí og mjúkar.

Hvort sem ykkur vantar nýjan ilm, förðunar vöru eða langar hreinlega bara til þess að prófa eitthvað nýtt og spennandi er um að gera að nýta kynningarvikuna til þess. Sérfræðingar Dior verða til taks í verslunum okkar í Kringlunni, Smáralind og á Akureyri til þess að leiðbeina ykkur með vöruval frá merkinu.

*Gildir á meðan birgðir endast.