9. Júní 2022

Einfaldur og ljúffengur grillaður eftirrréttur

Grillaðir eft­ir­rétt­ir eru eitt það besta sem hægt er að gæða sér á en það er frem­ur ein­falt að búa þá til. Gott er að eiga góða steypu­járn­spönnu eða steypu­járn­smót þó svo að hægt sé að nota flest ofn­held ílát.

Grillaður ávaxta-cobbler
2 lít­il epli
2 plóm­ur
bróm­ber
jarðarber
hind­ber
½ bolli syk­ur
1 tsk. kanill
¼ tsk. múskat

Cobbler
150 g hveiti
200 g púður­syk­ur
80 g hafr­ar
120 g smjör
1 tsk. kanill

Hér gef­ur að líta svo­kallaðan „cobbler“ sem okk­ur skort­ir hrein­lega betra orð yfir á ís­lensku. Rétt­ur­inn er sára­ein­fald­ur og afar fljót­leg­ur í und­ir­bún­ingi. Snjallt er að taka hann með í úti­leg­una og þá mæl­um við með að und­ir­búa hann heima áður en lagt er af stað. Það eina sem þarf að gera er að skera niður ávexti, hjúpa þá með kanil, sykri og múskati. Í mynd­band­inu var mat­skeið af smjöri fyrst brædd í form­inu og búin til bráð sem ávöxt­un­um var velt upp úr.

Svo skal setja í eld­fast mót eða steypu­járn­sílát og strá deig­inu yfir. Gott er að hafa deigið í stór­um bit­um. Síðan er rétt­ur­inn grillaður eft­ir kúnst­ar­inn­ar regl­um í nokkr­ar mín­út­ur eða þar til deigið er farið að brún­ast.

Gott er að borða með ís eða þeytt­um rjóma en fyr­ir þá sem eru ekki með slíkt í úti­leg­unni minn­um við á gamla góða spraut­ur­jómann sem klikk­ar aldrei og smellpass­ar í úti­leg­una.

Við mæl­um líka með að nota ein­ung­is epli. Það er ein­fald­ara (ekki jafn lit­skrúðugt) og bragðast líka eins og draum­ur.

Hægt er að horfa á video með þessari gómsætu uppskrift hér