Vinsamlegast ath!

Veisluréttir eru uppseldir laugardaginn 22. júní

2. Febrúar 2023

Elizabeth Arden kynnir nýja húðvörulínu

Við kynnum til leiks glænýja húðvörulínu frá Elizabeth Arden, White Tea Skin Solutions. Vörulínan er lent í verslunum okkar og í vefverslun og það vill svo heppilega til að allar vörur frá Elizabeth Arden eru á 20% afslætti + taxfree dagana 2.-7.febrúar.

Vörulínan er samsett úr fimm vörum þar sem lykil innihaldsefnið er EGCG (Epigallocatechin Gallate). EGCG er eitt af sterkustu andoxunarefnunum sem finnast í náttúrunni og ýta undir náttúrulega kollagen framleiðslu húðarinnar. Önnur lykil innihaldsefni eru  White tea olía og White tea extract sem saman bæta rakastig húðarinnar og vernda hana frá skaðlegri umhverfismengun.

Vörurnar í línunni eru eins og áður sagði fimm: hreinsir, andlitsvatn, olíu serum, rakakrem og augnkrem. Kynnumst vörunum aðeins betur.

elizabeth arden, cleanser, egcg, white tea, skin care

Gentle Purifying Cleanser:
Fyrsta skrefið í húðrútínunni er þessi mildi hreinsir sem þurrkar ekki húðina. Hreinsirinn inniheldur Myrtle Leaf sem hjálpar til við að hreinsa, jafna og róa húðina. Hreinsirinn hentar öllum húðgerðum, jafnvel viðkvæmri húð.

toner, white tea, elizabeth arden, skin care

Moisture Infusing Bi-Phase Toning Lotion:
Annað skref er andlitsvatn (tóner) en formúlan er laus við alkóhól og nærir, mýkir og gefur húðinni fallegan ljóma. Andlitsvatnið hentar öllum húðgerðum, jafnvel viðkvæmri húð.

serum, white tea, elizabeth arden, skin care

Fortifying Bi-Phase Oil Serum:
Þriðja skrefið er svo létt tveggja fasa serum sem smýgur hratt inn í húðina og ýtir undir teygjanleika húðarinnar. Tveggja fasa serum er serum sem er með bæði vatnsfasa og olíufasa svo það skiptir sér í tvennt í flöskunni og því mikilvægt að hrista vel fyrir notkun. Serumið vinnur að því að styrkja húðina, birta hana og jafna húðlit hennar en serumið inniheldur meðal annars regnbogaþörunga sem eru þekktir fyrir það að vinna gegn dökkum blettum í húð og gefa henni fallegan ljóma.

moisturizer, gel cream, elizabeth arden, skin care

Replenishing Micro-Gel Cream:
Skref fjögur er svo rakakrem sem birtir og bætir áferð húðarinnar auk þess að vinna gegn fínum línum. Kreminu er ætlað að tvöfalda raka húðarinnar á aðeins 15 mínútum með EGCG tækni línunnar. Kremið ætti að henta öllum húðgerðum, einnig viðkvæmri húð.

eye cream, skin care, elizabeth arden, white tea

Brightening Eye Gel:
Fimmta og síðasta skrefið er svo augnkremið. Augnkremið nærir, birtir og róar viðkvæmt augnsvæðið ásamt því að vinna gegn dökkum baugum.

Þessi nýja og spennandi lína er nú komin á vefsvæði Elizabeth Arden hér á vefnum hjá okkur og í hillurnar í verslunum. Hér getið þið skoðað úrvalið frá vörumerkinu á vefnum okkar.