Erborian snyrtivörur á hagkaup.is

27. September 2022

Nýtt í vefverslun - Erborian

Erborian er eitt af nýjustu merkjunum á vefnum hjá okkur en vörurnar eru einnig til sölu í verslun okkar í Smáralind. Erborian leggur áherslu á að framleiða vörur sem hjálpa til við litaleiðréttingu í húðinni og vilja hjálpa fólki að leyfa húðinni að njóta sín og vera stolt af henni. Ég hef aðeins verið að prófa vörur frá merkinu og langar að segja ykkur frá þeim vörum sem hafa gripið áhuga minn hvað mest.

Erborian - Centella Cleansing Gel

Centella Cleansing Oil
Mild og góð hreinsiolía fyrir andlitið sem er algjör snilld til að hreinsa af sér farða en hún nær jafnvel af vatnsheldum farða og maskara. Olían hreinsar húðina mjög vel án þess að strípa hana alveg af þeim náttúrulega raka sem hún þarf að hafa og skilur ekki eftir fituga áferð á húðinni. Mér finnst þessi vara frábær í fyrra skrefi af tvöfaldri húðhreinsun til þess að ná öllum óhreinindum og förðunarvörum af húðinni. Inniheldur meðal annars Möndluolíu og Sólblómaolíu sem mýkja og næra húðina og Bisabolol sem dregur úr bólgum og roða í húðinni.

 

Erborian - Yuza Double Lotion

 

Yuza Double Lotion
Tvískipt rakavatn sem gefur húðinni ljóma og raka. Þessi snilldar vara inniheldur Yuzu og ilmar af Yuzu sem er ekkert eðlilega ferskt og gott á andlitið eftir að það hefur verið hreinsað fyrir svefninn eða daginnn. Rakavatnið hjálpar til við að draga úr fínum línum og gefur húðinni líf og ljóma. Varan er rík af andoxunarefnum sem birta húðina og róa hana. Þessi vara er ein af þeim sem ég vissi ekki að ég þyrfti í líf mitt en nú þegar ég hef fundið hana gæti orðið erfitt þegar flaskan klárast.

 

Matte Créme frá Erborian

Matte Créme
Ég fór í förðunarverkefni um daginn með þessa vöru að vopni og bæði ég og sú sem var með mér að farða urðum algjörlega heillaðar af þessari vöru! Hér höfum við farðagrunn sem mattar húðina ótrúlega fallega og gefur henni sléttari áferð. Kremið skilur eftir ósýnilega filmu á húðinni sem dregur úr sýnileika ójafna í húðinni og húðhola. Varan jafnar líka húðlit og er algjör snilld fyrir þau sem eru með olíumikla húð eða eru gjörn á að glansa. Varan stíflar ekki húðholurnar og er alveg ósýnileg á húðinni. Mér finnst hún frábær með t.d. Græna CC kreminu eða einhverju BB kremanna fyrir dags daglega- og létta förðun.

 

CC Dull Correct á hagkaup.is

CC Dull Correct
Eitt af nokkrum tegundum af litaleiðréttandi CC kremum frá Erborian. Þetta ljós fjólubláa krem vinnur gegn gulum tónum í húðinni og dregur úr gráma í andliti. Eins og öll kremin frá Erborian laðar kremið sig að litatón húðarinnar. Þetta krem hentar einstaklega vel til þess að lífga upp á líflausa húð og ég nota þetta krem óspart þá daga sem ég nenni ekki að mála mig alveg ‘full face’ en vil fá smá líf og lit í andlitið. Kremið gefur húðinni ljóma og inniheldur breiðvirka SPF 25 vörn. Þetta krem er smá eins og kaffibolli fyrir húðina, húðin verður strax mun ferskari, líflegri og þreytumerkin verða minna sjáanleg!

 

Ég hlakka til að prófa meira af vörum frá þessu skemmtilega Kóreska snyrtivörumerki og ég mæli eindregið með því að þið skoðið úrvalið hér. Vörurnar eru einnig fáanlegar í Hagkaup í Smáralind.