30. Júní 2022

Spennandi snyrtivörur á Tax free

Það er komið að því sem allir hafa beðið eftir, TAX FREE af snyrtivörum. Eins og áður á Tax free dögum langar mig að deila með ykkur mínum “must haves” á Tax free að þessu sinni.

Escada - Taj Sunset Eau de Toilette

Þessi ilmur er einn af sumarilmunum frá Escada þetta árið og er endurgerð af ilm sem kom frá þeim árið 2011! Ég ætla ekkert að skafa af því, árið 2011 var þessi ilmur ‘my go to’ ilmur og litla nostalgían þegar ég spreyjaði þessu á mig fyrst aftur núna í sumar! Ilmurinn er léttur ávaxtailmur sem ilmar af mangó og lótus. Dásamlegur sumarilmur sem hentar þeim sem vilja sætan ilm, ég er allavega fallin fyrir honum aftur!

Sensai - Supreme Illuminator

Hér höfum við krem highlighter sem ég uppgötvaði fyrir stuttu. Gefur húðinni fallegan gylltan og náttúrulegan ljóma. Ótrúlega auðvelt að blanda hann út og hægt að nota hann bæði á andlit og bringu, eða í raun hvar sem þú vilt fá smá auka ljóma. Ég er mjög hrifin af honum og finnst hann alveg tilvalinn í léttar sumarfarðanir.

NYX Professional Makeup - Bare With Me Concealer Serum

Undravara sem er blanda af hyljara og serumi. Gefur húðinni góðan raka á meðan hann gefur miðlungs til fulla þekju á andlitið. Hylur ótrúlega vel dökka bauga og roða en er á meðan með mjög náttúrulega áferð. Gefur húðinni allt að 24 stunda raka og má nota bæði á andlit og líkama.

Gosh Copenhagen - Brow Lift Lamination Gel

Augabrúnagel sem er algjör snilld til þess að ná hinum fullkomnu ‘sápubrúnum’ og halda þeim á sínum stað í gegnum daginn, kvöldið og jafnvel nóttina! Það er mjög auðvelt að vinna með gelið og það kemur með maskaragreiðu, greiðu og bursta sem öll gegna mikilvægu hlutverki við að ná brúnunum fullkomnum. Eftir að gelið þornar þá eru augabrúnirnar ekki að fara neitt fyrr en þú ræðst á þær með farðahreinsi.

Tax free dagarnir standa yfir til og með 6.júlí og það er um að gera að nýta tækifærið til þess að kaupa það sem vantar í snyrtibudduna eða bara til þess að prófa eitthvað glænýtt og spennandi!

 

Höfundur: Lilja Gísla fyrir Hagkaup