15. September 2022

Esteé Lauder dagar 15.-21. september

Nú standa yfir Estée Lauder dagar hjá okkur bæði á vefnum og í verslunum okkar. Dagana 15.-21.september eru vörur frá merkinu á 20% afslætti og veglegur kaupauki fylgir kaupum yfir 14.900 kr. Mig langar að segja ykkur frá fjórum af sjö vörum sem fylgja í þessum ótrúlega flotta kaupauka, athugið að vörurnar í kaupaukanum eru ekki í fullri stærð en stærðina tek ég fram við hverja vöru fyrir sig.

NightWear plus (15ml) 

Létt og dásamlegt næturkrem sem gefur húðinni góðan raka og hjálpar henni að losa sig við óhreinindi sem kunna að sitja eftir á húðinni eftir að húðin hefur verið þrifin fyrir nóttina. Kremið ætti að henta flestum aldurshópum og vinnur gegn öldrunareinkennum húðarinnar. Kremið er mjög létt og í raun nánast gelkennt en það hefur kælandi og róandi áhrif á húðina.

 

 

DayWear Eye (5ml)

Hér erum við að tala saman kæru vinir! Ef þið eruð að leita að kælandi og fersku augnkremi, stoppið þá við hér. Kremið er gelkennt og létt og hefur ótrúlega kælandi áhrif á húðina (til þess að fá enn meiri kælandi áhrif mæli ég með að geyma kremið í ísskápnum). Kremið gerir það sem augnkrem gera best, dregur úr þrota og dökkum baugum í kringum augun, gefur raka og vinnur gegn fínum línum. Þetta krem er allavega mætt í ísskápinn hjá mér og er algjört orkuskot fyrir andlitið á þreyttum morgnum.

 

 

 

Futurist Aqua Brilliance  - Watery Glow Primer (15ml)

Þeir sem hafa lesið færslurnar mínar hér á vefnum frá upphafi vita að ég er algjör ‘sökker’ fyrir öllum þeim vörum sem veita húðinni ljóma, held stundum að ég hafi verið diskókúla í fyrra lífi en það er önnur saga og of löng! En hér höfum við ljómandi farðagrunn, sem gefur húðinni ekki bara fallegan ljóma heldur þrefaldar hann rakastig húðarinnar! Farðagrunnurinn myndar einskonar himnu yfir andlitið sem gerir það að verkum að farðinn verður ótrúlega fallegur á húðinni og endist vel. Gefur frísklega, fyllta og geislandi áferð og er ætlað öllum húðgerðum.

 

Double Wear Zero-Smudge Lengthening Mascara (2.8 ml)
Maskari sem LENGIR augnhárin! Ef þú vilt fá aukna lengd þá er þetta klárlega maskari sem er vert að prófa. Auðvelt að vinna með hann og hann klessist ekki eða skilur eftir klumpa á augnhárunum. Vel svartur á litinn og augnhárin verða mjög falleg með þessum maskara. Hann er ilmefnalaus sem hentar vel þeim sem eru með viðkvæm augu og ekki skemmir það fyrir að maskarinn er prófaður af augnlæknum.

 

Auk þessara fjögurra vara fylgir kaupaukanum líka Advanced Night Repair (7ml), Gentle Eye Makeup Remover (50ml) og Double Wear 24H Waterproof Gel Eye Pencil. Kaupaukinn kemur í ótrúlega fallegu snyrtiveski sem er mjög hentug stærð fyrir ferðalagið eða sundtöskuna. Endilega kíkið á úrvalið af Estée Lauder á vefnum okkar.