5. Október 2022

Fáðu það besta útúr farðanum þínum!

Farðar eru eins mismunandi og þeir eru margir en flesta þeirra getum við látið líta betur út með því að undirbúa húðina okkar rétt. Þú færð ekki það besta út úr farðanum þínum ef þú hreinsar ekki og nærir húðina áður. Þetta er nefnilega svolítið eins og að ætla að mála á óhreinan striga með óhreinum penslum, það skilar ekki jafn góðu verki! Förum yfir þau skref sem er mikilvægt að taka áður en farðinn er borinn á.

Hreinsun:
Ef þú ert bara að fara að farða þig fyrir daginn og varst að vakna þá er nóg að taka bara einhverja eina tegund af hreinsi hvort sem það er micellar vatn eða gel/froðu hreinsir. En ef þú ert með eitthvað á andlitinu eða að koma heim eftir daginn mæli ég með tvöfaldri húðhreinsun. Þú getur lesið betur um hana hér. Sem dæmi um hreinsi sem ég gríp oft í á morgnanna og í sturtunni er t.d. Vitamin C Gel Cleanser frá Nip+Fab. Þegar húðin er svo orðin hrein er gott að enda hreinsunina á því að smella á sig andlitsvatni (e. toner) en það er hægt að fá andlitsvatn fyrir allflestar húðgerðir en mig langar að benda á einn frá IT cosmetics sem dregur úr ásýnd á svitaholum og heitir Bye Bye Pores Oil-Absorbing Essensce.

  

Raki, næring & sólarvörn:
Hreina húðin þarf að fá smá raka og næringu áður en við færum okkur yfir í förðunarvöru hlutann. Sumir kjósa að nota bæði serum og rakakrem, aðrir bara krem. Serum fer örlítið eftir því hvað þú vilt fá útúr því en til þess að halda þessu örlítið almennu ætla ég að benda ykkur á rakaserum sem hentar flestum húðgerðum. Serumið er frá merkinu Dr Irena Eris og heitir Aquality Water Serum Concentrate, ath Dr Irena Eris fæst bara í Garðabæ og í vefverslun.
Eftir serum er komið að rakakremi. Rakakrem er eins og flest annað eitthvað sem fólk þarf að finna eftir sinni húðgerð en ef við reynum að finna rakakrem sem gæti hentað flestum húðgerðum og inniheldur líka sólarvörn, svona til þess að fækka skrefunum um eitt þá er Sunny Daze SPF 50 Moisturiser frá Bondi Sands til dæmis frábær kostur! Þeir sem kjósa svo að nota augnkrem gera það, ég veit að það er ekki allra en ég sjálf er algjörlega húkt á því að gluða á mig nóg af augnkremi á hverjum degi! Fyrir þau sem vilja augnkrem er gott dæmi um kælandi og frískandi augnkrem My Clarins RE-FRESH Energising Eye frá Clarins.

Þegar þessu er lokið er tilvalið að byrja förðunar ferlið á því að setja á sig farðagrunn áður en farðinn er borinn á. Farðagrunnar koma í ótrúlega mörgum tegundum og fer það algjörlega eftir