5. September 2025
Fyllri ásýnd með Shiseido
Með árunum tökum við eftir því að allt fer aðeins að síga niður á við, þéttleiki húðarinnar minnkar og yfirbragðið er ekki eins ljómandi og á okkar yngri árum. Til að hjálpa konum að hægja á þessari þróun og endurheimta fyllri og mótaðri ásýnd, þá þróaði japanska hátæknimerkið Shiseido húðvörulínuna Vital Perfection – húðvörur sem byggja á nýjustu vísindum í húðumhirðu. Með reglulegri notkun geturðu því fengið fyllri húð á nýjan leik án notkun fylliefna.
Hafa hlotið 56 verðlaun
Vital Perfection er vinsælasta húðvörulína Shiseido til að sporna við ótímabærum öldrunarmerkjum. Í bland við nýjustu vísindi í húðumhirðu, þá nýtir Shiseido einnig 150 ára sérfræðiþekkingu sína til að þróa formúlur með hámarksvirkni sem hafa hlotið 56 verðlaun. Lykilvirkni formúlanna liggur meðal annars í hinu einkaleyfisvarða „SafflowerRED“-innihaldsefni til að virkja næringarefnanet og sjálfsendurnýjun húðarinnar, „Sculpturist“-tækni tekst á við slappa húð innan frá og „ReneuraRED“-tækni sem skapar sjáanlega skjótan og varanlegan árangur.
Sýnileg lyfting á augnsvæðinu á 1 viku
Nýverið bættist við línuna Vital Perfection Uplifting & Firming Advanced Eye Cream, augnkrem sem inniheldur Retínól sérhannað fyrir augnsvæðið. Á aðeins einni viku sjáum við mun þéttari húð, minnkun á línum og bjartara og unglegar augnsvæði.
Aukinn styrkleiki fyrir enn meiri árangur
Innan Vital Perfection má finna serum, andlitskrem og augnkrem fyrir reglulega notkun en einnig má húðvörur sem búa yfir auknum styrkleika og hægt að nota sem meðferðarvörur. Fyrst skal nefna Vital Perfection Intensive WrinkleSpot Treatment en um er að ræða einskonar töfrapenna sem dregur staðbundið úr hrukkum og dökkum blettum á aðeins 4 vikum.
Tvennskonar maskar eru í boði innan línunnar: andlitsmaski og augnmaski. Vital Perfection LiftDefine Radiance Face Mask er öflugur tveggja hluta andlits- og hálsmaski sem lyftir og þéttir húðina en annar hlutinn fer undir hökuna og hjálpar þér þannig að lyfta því svæði.
Vital Perfection Uplifting and Firming Express Eye Mask eru virkar skífur sem leggjast undir augun en formúlan inniheldur retínól sem lyftir og sléttir augnsvæðið.