Vinsamlegast ath!

Á tax free getur verið lengri bið eftir pöntunum úr vefverslun vegna fjölda pantana.

14. Júní 2024

Gerðu vel við þig og veislugestina

Í verslunum Hagkaups finnur þú allt sem þarf til þess að halda frábæra veislu. Við erum virkilega stolt af því úrvali sem við höfum upp á að bjóða bæði í mat, drykk og skreytingum fyrir hvaða tilefni sem er. 

Hvort sem þú vilt fá veisluna tilbúna, hita matinn sjálfur eða gera allt frá grunni þá ættir þú að geta fundið allt sem þarf fyrir veitingarnar hjá okkur. Veisluréttir eru veisluþjónustan okkar við bjóðum upp á margar skemmtilegar útfærslur af veislubökkum en þar má meðal annars finna kjúklingaspjót, smurbrauð, sushi, vorrúllur, eftirréttabakka, falafel og svo ótal margt fleira. Réttirnir koma tilbúnir en það má skoða úrvalið og panta hér á síðunni okkar undir Veisluréttir

Í verslunum okkar í Skeifunni, Garðabæ og á Akureyri bjóðum við svo upp á gott úrval af frosnum réttum sem þarf bara að hita fyrir veisluna. Einfalt, bragðgott og hentar við hvert tilefni. Þar má finna nokkrar tegundir af kjúklingaspjótum og bitum, rækjur, mini pizzur, vorrúllur og eftirrétti svo eitthvað sé nefnt. Á meðal eftirréttanna eru t.d. vatnsdeigsbollur með vanillukremi en þær hafa verið mjög vinsælar hjá okkur síðustu ár. 

Svo eru það eftirréttirnir en í verslunum okkar er hægt að kaupa gómsætar kræsingar frá 17 Sortum sem sóma sér vel á hvaða veisluborði sem er. Það er bæði hægt að kaupa tilbúnar veitingar en líka hægt að panta hjá þeim í gegnum vefinn þeirra en verslunin þeirra er staðsett í Hagkaup Smáralind. Kökur, eftirrétta turnar og svo margt fleira gómsætt og girnilegt fyrir veisluna. 

Til þess að toppa veisluna þá er um að gera að kíkja í Partýhornið í Hagkaup og skoða skreytingar, pappadiska, servéttur og allt hitt sem gerir veisluna enn fallegri fyrir augað. Við erum virkilega ánægð með að geta boðið viðskiptavinum okkar uppá að kaupa fallegar skreytingar frá Confetti sisters en mest úrval er að finna í Smáralind, en þó er úrval í öllum verslunum. Blöðrubogar, veggskraut, kökutoppar, diskar, glös og allt það sem ykkur dettur í hug til þess að skreyta veisluna. Það er hægt að skoða skrautið með því að smella hér. 

Kíktu við í Hagkaup og gerðu vel við þig og veislugestina þína.