19. Janúar 2023

Gjafahugmyndir fyrir bóndadaginn

Nú er bóndadagurinn á föstudaginn, upphaf þorra og allt að fara á fullt. Á bóndadaginn er um að gera að gera vel við bóndann í sínu lífi og við erum sko með heilan helling af vörum sem eru frábærar bóndadagsgjafir. Í tilefni af bóndadeginum verður 20% afsláttur af herra ilmum bæði hér á vefnum og í öllum verslunum okkar. Mig langar að þessu tilefni að fara yfir nokkrar spennandi gjafahugmyndir með ykkur.

armani code, perfum, edp, herra ilmur, bóndadagsgjöf, vinsælt

Giorgio Armani Code Eau de Toilette:

Þessi vinsæli ilmur er seiðandi og tímalaus. Ilmur sem endurspeglar kokteil úr bergamot og sítrónu með mjúkum keim af ólífublómi og tonka baunum. Nautnafullur og fágaður ilmur fyrir herrana sem þér þykir vænt um. Þessa vikuna eru líka tvennskonar gjafaöskjur sem innihalda ilminn á tilboði. Önnur inniheldur ilminn og svitastifti og hin ilminn, after shave og sturtusápu.

versace, eros, herra ilmur, edt, bóndadagsgjöf, vinsælt

Versace Eros Eau de Toilette:  

Það er ekki nóg með að þetta er ein fallegasta ilmvatnsglas sem ég hef séð heldur er ilmurinn dásamlegur. Eros er nefndur eftir gríska guði ástarinnar, syni gyðjunnar Afródítu og er rómantískur ilmur. Ferskur og kryddaður ilmur með myntu, vanillu, grænum eplum, sedrusviði og tonkabaunum. Ilmurinn kemur í 3 stærðum og er alveg kjörin sem bóndadagsgjöf.

scent, hugo boss, ilmur, herra ilmur, bóndadagsgjöf

Hugo Boss the Scent EDT:

Hugo Boss stendur alltaf fyrir sínu þegar kemur að herra ilmum. Ilmurinn er seiðandi og örvar skynfærin með krydduðum keim af engifer, maninka, lavender og leðri. Ilmurinn og svitalykta stiftið og spreyið eru mjög flottar gjafir fyrir bóndadaginn fyrir þá sem vilja ilma vel á þorranum.

 

Það er svo mikið og skemmtilegt úrval á vefnum okkar af herra ilmum og öðrum spennandi vörum. Hægt er að skoða úrvalið á vefnum okkar hér.

Annars bara gleðilegan bóndadag og gleðilegan þorra á föstudaginn.

Höfundur: Lilja Gísladóttir fyrir Hagkaup