8. Janúar 2024

Gómsæt kartöflusúpa með beikoni og cheddar

Sylvía Haukdal smellti í gómsæta kartöflusúpu með beikoni í cheddar osti. Það er svo ljúft að fá sér heita og matar mikla súpu svona á veturna.

Hráefni:

6 stk bökunarkartöflur
1 stk bufflaukur
5 stk hvítlauksgeirar
200 g beikon
30 g smjör
2 msk hveiti
1 l kjúklingasoð
100 ml rjómi
200 g rifinn cheddarostur
2 stk grænmetisteningar
½ tsk hvítlauksduft
½ tsk steinselja
Vorlaukur
Salt
Pipar

Aðferð:

1. Við byrjum á því að flysja kartöflurnar, skera í teninga og setja í kalt vatn til hliðar.

2. .Næst skerum við beikonið, laukinn og hvítlaukinn í litla bita.

3. Steikjum beikonið þar til það verður stökkt og tökum hlelmingin til hliðar. Bætum hvítlauk og lauk saman við beikonið og steikjum þar til laukurinn verður mjúkur.

4. Bætum síðan smjöri og hveiti  við og steikjum í 2-3 mínútur í viðbót.

5. Næst setjum við kjúklingasoð og grænmetisteningana í pottinn. Tökum vatnið af kartöflunum og setjum þær í soðið.

6. Leyfum að sjóða þar til kartöflurnar eru orðnar mjúkar og maukum þær þá saman við en pössum að halda samt bitum með.

7. Bætum ostinum og vorlauknum saman við og leyfum að sjóða aðeins lengur.

8. Setjum salt og pipar eftir smekk.

9. Að lokum berum við súpuna fram með rifnum osti, beikoni og niðurskornum vorlauk.