9. Október 2025

Einstakar nýjungar frá Lancôme

Lancôme heldur áfram að kynna spennandi nýjar vörur og að þessu sinni eru það tvær stórkostlegar nýjungar úr Rénergie-línunni. Um er að ræða vörur sem sameina nýjustu vísindi og lúxus formúlur til að gefa húðinni þinni einstakan kraft, vernd og ljóma.

Allar vörur frá Lancôme eru með 20% afslætti í Hagkaup dagana 9.–15. október. Ef þú kaupir Lancôme vörur fyrir 10.900 kr. eða meira, fylgir með glæsilegur kaupauki að hætti Lancôme. Það er því aldeilis tækifæri til þess að prófa nýjar og spennandi vörur.

Rénergie Retinol Triple Serum Night er nýtt og spennandi serum sem kemur í flösku sem geymir þrjú aðskilin hólf, hvert með sína sérstöku formúlu. Við fyrstu pumpu blandast þau saman og mynda kraftmikla formúlu sem vinnur á öllum helstu áskorunum húðarinnar. Hrein retínólformúla hjálpar til við að draga úr sýnilegum öldrunareinkennum og gefur húðinni auka ljóma og ferskt yfirbragð. Í einu hólfinu er hreint C-vítamín sem þekkt er fyrir að gefa húðinni bjartari og ljómandi yfirbragð. Þriðja hólfið inniheldur nærandi og kremkennt serum með X-peptíði og keramíðum sem sléttia, róa og styrkja húðina.

Rénergie Peptide Cream er hin nýjungin en kremið er hannað til að takast á við bæði umhverfisáreiti og náttúruleg öldrunareinkenni húðarinnar, allt í einni formúlu sem hentar öllum húðgerðum, jafnvel viðkvæmri húð.

Það sem gerir kremið einstakt er sú staðreynd að Lancôme hefur í fyrsta sinn sameinað hýalúrónsýru, yfir 300 mismunandi peptíð og níasínamíð. Saman veita þessi innihaldsefni húðinni djúpan raka, vinna gegn fínum línum og dökkum blettum, á sama tíma og þau styrkja húðina.

Kremið er einnig búið öflugri SPF 50 sólarvörn, sem tryggir hámarksvernd gegn skaðlegum geislum sólarinnar. Það gerir það að fullkomnum félaga fyrir öll sem vilja húð sem er bæði vel nærð, vel vernduð og ljómar allan daginn.