8. Júlí 2024

Gómsætt humarpasta

Hér kemur uppskrift af girnilegu humarpasta frá stórvinum okkar Matarmönnum.

Humarpasta með sumartrufflu
500gr Humar
500gr Pasta
Steinselja
Parmesan

Hvítlauks-Trufflusmjör
250gr Smjör
4 Hvítlauksgeirar
1 Chili
Safi úr 1/2 sítrónu
1/2 Tsk Sjávarsalt
Truffla eftir smekk

Aðferð
Þýðið humarinn í köldu vatni í ca. 1 Klukkustund

Skerið steinseljuna og chili-inn smátt og geymið til hliðar

Í potti, bræðið smjörið á lágum hita, kreistið hvítlaukinn út í og bætið svo skornum chili, steinselju, sítrónusafa, trufflu og sjávarsaltinu og hrærið saman.

Leyfið að standa á lægstu stillingu.

Skerið humarinn í miðjunni, þó ekki alveg í gegn og garnhreinsið. Opnið skeljarnar svo að kjötið vísi út

Notið 1/2 smjörblöndunnar til þess að pennsla humarinn (bæði fyrir grillun og meðan grillun stendur).
Hinn helminginn geymið þið áfram á lægstu stillingu.

Kveiktu á grillinu í hæstu stillingu

Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum

Á stóra pönnu bætið þið smjörinu á lægstu stillingu, pastað fer saman við þegar það hefur lokið eldun og blandað varlega við smjörið.

Humarinn fer nú á grillið í 3-4 mínútur(Passið að ofelda ekki!)  snúið humarnum eftir 1 og hálfa mínútu og pennslið yfir halana með smjörblöndunni.

Stráið nú parmesan og steinselju yfir pastað, leggið halana fallega á pönnuna og njótið