23. Nóvember 2023

Haggaland formlega opnað

Það var líf og fjör í Hagkaup Smáralind síðast liðinn laugardag þegar refurinn Haggi mætti á svæðið og opnaði formlega nýtt leiksvæði í versluninni, Haggaland.

Það lögðu margir leið sína í Hagkaup til þess að hitta Hagga og dagskráin var glæsileg. Birgitta Haukdal mætti á svæðið og áritaði vinsælu barnabækurnar sínar um Láru og Ljónsa. Boðið var upp á andlitsmálingu fyrir börnin og Haggi gaf börnum bæði blöðrur og ávexti.

Haggaland er staðsett í leikfangadeild Hagkaups í Smáralind en leiksvæðið hefur fengið frábærar viðtökur bæði hjá börnum og foreldrum.