hagkaup, mæðrastyrksnefnd, styrkur

16. Desember 2022

Hagkaup afhenti Mæðrastyrksnefnd tvær milljónir

Fimmtudaginn 15.desember afhentu forsvarsmenn Hagkaups Mæðrastyrksnefnd tvær milljónir króna sem söfnuðust í verslunum fyrirtækisins í vikunni.

Í síðustu viku stóð Hagkaup fyrir söfnun þar sem viðskiptavinum bauðst að styrkja söfnunina með því að bæta 500 krónum við innkaup sín sem runnu til söfnunarinnar og Hagkaup lagði upphæð í mótframlag. Hagkaup hefur styrkt Mæðrastyrksnefnd í áratugi en nefndin hefur í gegnum tíðina unnið ómetanlegt starf sem við viljum standa vörð um og okkar viðskiptavinir tóku svo vel í þessa söfnun með okkur og við erum afar þakklát okkar viðskiptavinum. Það sýndi sig á örfáum dögum hvað við getum gert mikið saman og það ber merki um samstöðuna sem ríkir um Mæðrastyrksnefnd sem sinnir einstöku starfi.