20. Febrúar 2023

Hagkaup stendur fyrir söfnun Rauða Krossins vegna jarðskjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi.

„Jarðskjálftarnir í Tyrklandi og Sýrlandi sem urðu 6. febrúar sl hafa þegar kostað tugþúsundir mannlífa og talið er að tölur yfir fjölda látinna og særðra eigi enn eftir að hækka“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. „Skjálftarnir hafa valdið gríðarlegum skemmdum á innviðum og híbýlum fólks. Þörfin fyrir mannúðaraðstoð er aðkallandi á hamfarasvæðinu og í raun stóla þolendur á utanaðkomandi aðstoð. Rauði krossinn á Íslandi hóf neyðarsöfnun um leið og fyrstu fréttir bárust af afleiðingum skjálftanna sem hefur gengið afar vel en það skiptir miklu máli að bregðast hratt við því aðstæður á vettvangi eru slæmar. Fjölmennar sveitir sjálfboðaliða og starfsfólks tyrkneska og sýrlenska Rauða hálfmánans hafa unnið sleitulaust við leit og björgun frá því skjálftarnir áttu sér stað, ásamt því að skipuleggja og veita lífsbjargandi mannúðaraðstoð á vettvangi, hlúa að þolendum skjálftanna og veita sálrænan stuðning. Auk þess er víða síma-, rafmagns- og eldsneytisleysi og mikill kuldi í ofanálag.“

„Við sem búum á þessu landi þekkjum hve afleiðingar náttúrhamfara eins og jarðskjálfta geta verið miklar og Hagkaup vill samfélagsábyrgð í verki og styðja við neyðarsöfnun Rauða krossins. Viðskiptavinir Hagkaups geta nú styrkt söfnunina með því að bæta 500 krónum við innkaup sín á kassa. „ segir Björg Kjartansdóttir sviðsstjóri fjáröflunar-og kynningarsviðs Rauða Krossins.

 

„Þann 16.febrúar fór af stað söfnun í verslunum Hagkaups þar sem viðskiptavinum stendur til boða að bæta 500 krónum við innkaup sín sem renna til söfnunarinnar og mun Hagkaup bæta við þá upphæð að söfnuninni lokinni. Við teljum mikilvægt að styðja við öflugt og mikilvægt starf Rauða Krossins. Við hvetjum viðskiptavini okkar til þess að taka þátt í þessu með okkur og söfnunin stendur út fimmtudaginn 23.febrúar. „ Segir Sigurður Reyndaldsson framkvæmdastjóri Hagkaups.