10. Október 2023

Hagkaup stendur fyrir söfnun til styrktar Bleiku slaufunnar

Bleika slauf­an er ár­legt ár­vekni- og fjár­öfl­un­ar­átak Krabba­meins­fé­lags­ins til­einkað bar­átt­unni gegn krabba­meini hjá kon­um. „Hag­kaup er stolt­ur söluaðili Bleiku slauf­unn­ar og við ætl­um einnig að styrkja átakið með því að bjóða okk­ar viðskipta­vin­um að leggja söfn­un­inni lið í versl­un­um okk­ar 4.-12. októ­ber. Verður viðskipta­vin­in­um boðið að bæta 500 krón­um við inn­kaup sín sem renna til söfn­un­ar­inn­ar og mun Hag­kaup bæta við þá upp­hæð,“ Eva Lauf­ey Kjaran Her­manns­dótt­ir markaðs-og upp­lif­un­ar­stjóri Hag­kaups.

Stolt að taka þátt í átak­inu

„Okk­ur í Hag­kaup er bæði ljúft og skylt að styrkja átakið með þess­um hætti því öll höf­um við því miður ein­hver tengsl við krabba­mein, beint eða óbeint. Krabba­meins­fé­lagið vinn­ur ein­stakt ein­stakt starf og við erum gríðarlega stolt að taka þátt í átak­inu og hvetj­um að sjálf­sögðu alla til þess að styðja við átakið,“ seg­ir Eva Lauf­ey jafn­framt.

Ómet­an­legt fram­lag í bar­átt­unni við krabba­mein

„Fjár­hags­leg­ur stuðning­ur ein­stak­linga og fyr­ir­tækja við átak á borð við Bleiku slauf­una er ómet­an­legt fram­lag í bar­átt­unni við krabba­mein og und­ir­staða þess að fé­lagið geti áfram sinnt þess­um mik­il­vægu verk­efn­um. Krabba­meins­fé­lagið þakk­ar Hag­kaup fyr­ir sinn mik­il­væga stuðning til fé­lags­ins og öll­um þeim sem nýta sér þessa frá­bæru styrkt­ar­leið af al­hug fyr­ir stuðning­inn,” seg­ir Árni Reyn­ir Al­freds­son for­stöðumaður fjár­öfl­un­ar og markaðsmá­la hjá Krabba­meins­fé­lag­inu.