22. September 2022

Vinsælu skipulagsboxin úr The Home Edit þáttunum á Netflix

The Home Edit eru sjónvarpsþættir sem sýndir voru á Netflix þar sem fólk fékk aðstoð við að skipuleggja heimili sín. Boxin sem notuð voru í þáttunum fást í verslunum okkar í Kringlunni, Garðabæ, Smáralind, Skeifunni og á Akureyri. Ég fór í heimsókn til mæðgnanna sem flytja þessi fallegu box inn og í kjölfarið tók ég baðherbergið í gegn og skipulagði hverja skúffu og skáp! Mig langar að segja ykkur frá mínum uppáhalds vörum frá The Home Edit og hvernig ég nota þær í að skipuleggja mínar snyrtivörur.

 The - Smáskúffur
Þessar skúffur koma í nokkrum mismunandi stærðum en það sem ég elska mest við þær er að það er hægt að raða þeim saman nákvæmlega eins og manni hentar. Ég nota þessar skúffur í háan skáp sem ég er með inni á baði og í þeim er ég með allskonar snyrtivörur og aukahluti sem leynast á baðherberginu. Stærsta týpan af skúffunni tekur ótrúlega mikið magn af vörum en ég er t.d. með allar hárteygjur og spennur í slíkri skúffu og aðra með öllum möskum. Minni skúffurnar eru frábærar fyrir smærri snyrtivörur eða t.d. eyrnapinna og bómullarskífur. Mjóu skúffurnar nota ég undir augn- og sheetmaska og það er eiginlega mín uppáhalds, því þegar ég opna hana veit ég að kvöldið stefnir í dekur og nice.

 

The - Snúningsdiskur
Þetta er klárlega hirslan sem ég vissi ekki að mig bráð vantaði inn á bað! Ótrúlega fallegur snúningsdiskur á tveimur hæðum sem passar ótrúlega vel á hilluna á baðherberginu hjá mér. Á neðri disknum er ég með þær snyrtivörur sem ég gríp einna helst í dags daglega, þá er aðgengi að þessum vörum einstaklega auðvelt og þægilegt, svo skemmir ekki fyrir að skreyta bara baðherbergið með fallegum snyrtivörum. Til þess að kóróna fagurfræðina er ég með ilmvötn á efri hæð disksins, en ilmvatnsglös eru bara oft svo ótrúlega falleg að það er eiginlega smá synd að geyma þau inni í lokuðum skáp eða skúffu.

 

 The - Hallandi hirsla
Stækkanleg hallandi hirsla sem hentar einkar vel í t.d. Alex kommóður eða aðrar skúffur! Ég nota þessa reyndar ekki inni á baðherbergi heldur er ég með hana í kommóðu sem geymir förðunarvörurnar mínar. Ótrúlega fallegt og þægilegt að raða snyrtivörum á þessa hirslu, gefur góða yfirsýn yfir það sem er í skúffunni. Ég nota þessa snilld undir krem kinnaliti, bronzera og ljómadropa. Ég gæti alveg hugsað mér að nota þessa snilldar vörur í fleiri skúffur í kommóðunni og hugsa að hún gæti verið æði til þess að skipuleggja t.d. litlar augnskugga pallettur og staka augnskugga.

 

The Home Edit vörurnar eru allar ótrúlega stílhreinar og fallegar og úrvalið er mjög gott. Ég er allavega rosalega ánægð með vel skipulagða baðherbergið mitt og hugsa að ég taki fleiri herbergi á heimilinu í gegn með þessum fallegu og sniðugu vörum.