8. September 2023

Hormón sem veita vellíðan

Hormón skipta miklu máli fyrir heilbrigða líkamsstarfsemi og við þurfum á þeim að halda til að starfa rétt. Hormón eru boðefni sem berast um líkamann og láta vita til dæmis hvort við erum svöng eða södd, kalt eða heitt. Sem dæmi þá stjórnar hormónið melatónín dægursveiflum og stuðlar að svefni. Einnig koma hormón við sögu þegar okkur líður vel. Þegar við lesum góð bók eða erum í góðum félagsskap.

Í líkamanum eru búin til hormónin sem auka vellíðan. Spurningin er hvort hægt sé að nýta þekkinguna á hormónastarfsemi til þess að auka framleiðsluna á þeim og þannig auka vellíðan? Með því að skilja hvernig hormónin virka er hægt að finna leiðir til þess að auka náttúrulega framleiðslu.

Dópamín: Hormónið stuðlar að vellíðan, stundum kallað gleðihormón. Framleiðslan eykst þegar við gerum athafnir sem lætur okkur líða vel. T.d. við að hlusta á góða tónlist, fá hrós frá vini og borða góðan mat. Því skiptir ekki aðeins máli að borða hollan mat heldur getur einnig verið mjög gott fyrir einstakllinga að borða góðan mat til þess að líða vel. Það að tala fallega til sín hjálpar einnig og vera í góðum félagsskap.

Serótónín: Vinnur á móti kvíða og þunglyndi og tengist einnig skapgerð. Flest þunglyndislyf hafa áhrif á virkni serótóníns í heilanum. Hreyfing, útivera og góður nætursvefn eykur framleiðslu á serótónín. Gott getur verið að fara út, finna fyrir sólinni og ferska loftinu, ganga stutta vegalengd og finna þannig fyrir aukinni vellíðan.

Endorfín: Minnkar sársauka. Aukning verður eftir áreinslu, það er einhverskonar hreyfingu. Einnig eykst hormónið við hlátur og því hjálpar að brosa og hlæja.

Oxítósín: Oft kallað ástarhormónið en tengist einnig barnsburði. Hormónið eykst við snertigu, nánd, kossa og kynlíf. Þekkt var í kórónuveirufaraldrinum að fólk var að faðma tré en það var gert til þess að auka magnið af þessu hormóni og þar með minnka streitu og styrkja ónæmiskerfið. Einnig eykst hormónið við að fara í nudd.

Höfundur: Helga María