6. September 2024
Frábær húðrútína með Estée Lauder
5.-11. september eru allar vörur frá Estée Lauder á 30% afslætti og kaupauki fylgir ef keyptar eru vörur frá merkinu fyrir 15.900kr eða meira. Kaupaukinn er veglegur og kemur í fallegri tösku svo það er um að gera að nýta tækifærið. Vinsælasta húðvaran frá Estée Lauder er klárlega Advanced Night Repair og línan í kringum þá vöru er ótrúlega flott en við ætlum hér að segja ykkur örlítið betur frá vörunum í þeirri línu.
Advanced Night Repair
Þessi vinsæla vara hjálpar húðinni við endurbyggingu og gefur henni fallegan ljóma. Varan gefur húðinni ekki bara raka heldur vinnur hún gegn sýnilegum öldrunarmerkjum. Vöruna má nota bæði kvölds og morgna en hún inniheldur meðan annars hýalúronsýru sem vinnur að því að halda raka í húðinni. Vöruna má nota eina og sér eða undir krem en hún er flott fyrsta skref eftir að húðin hefur verið hreinsuð. Það er líka algjör snilld að setja nokkra dropa af vörunni út í farða til þess að gera farðann léttari og með örlítið meiri ljóma.
Advanced Night Cleansing Gelee
Fyrsta skrefið í húðrútínunni eftir að farði hefur verið tekinn af er að hreinsa húðina vel. Þessi hlaupkenndi andlitshreinsir er tilvalinn í verkefnið en hann er mildur og góður og breytist í mjúka forðu þegar hann blotnar og er nuddað á húðina. Hreinsirinn þrífur vel farða og önnur óhreinindi af húðinni án þess að raska sýrustigi (PH- gildi) hennar. Mildur en á sama tíma hreinsir sem þrífur húðina virkilega vel.
Advanced Night Repair Eye Concentrate Matrix
Þegar búið er að fara yfir andlitið með Advanced Night Repair er um að gera að gefa augnsvæðinu smá dekur líka. Þetta frábæra þykkni vinnur á fínum línum á augnsvæðinu og skilur húðina í kringum augun eftir líflegri og bjartari. Varan er laus við ilmefni, paraben, súlföt og jarðolíu. Í lokinu er ásetjari með kælandi stálkúlu á endanum sem hjálpar til við að kæla augnsvæðið og draga þannig úr þrota. Algjörlega stórkostleg vara fyrir þreytt augnsvæði.
Advanced Night Repair Overnight Treatment Mask
Fyrir smá extra húðdekur fyrir svefninn er hægt að grípa í þennan silkimjúka næturmaska. Þessi maski styrkir rakahjúp húðarinnar, veitir ljóma og vinnur gegn fínum línum. Maskinn styður við endurnýjunarferli húðarinnar og hjálpar henni að viðhalda rakanum. Maskinn hentar vel fyrir allar húðtýpur og er frábært loka skef í kvöldrútínunni af og til.
Sérfræðingar Estée Lauder verða í verslunum okkar á meðan á tilboðinu stendur og hjálpa til við val á húðvörum og förðunarvörum frá merkinu. Það má skoða allar vörur Estée Lauder með því að smella hér.
*Tax free bætist ekki ofan á afsláttinn.