24. Janúar 2024

Ilmandi bóndadagsgjafir

Í tilefni bóndadagsins sem er föstudaginn 26. janúar verða allir ilmir á 20% afslætti í verslunum Hagkaups og á hagkaup.is dagana 25.-28. janúar. Góður ilmur er tilvalin bóndadagsgjöf fyrir herrana sem okkur þykir vænt um og hér að neðan ætlum við að fara yfir fjóra spennandi ilmi sem passa vel í hvaða pakka sem er.

Tom Ford – Ombré Leather Eau de Parfum Spray

Ilmirnir frá Tom Ford komu nýlega í sölu í Hagkaup Kringlunni og á Hagkaup.is en þessi ilmur er einn af þeirra vinsælustu ilmum. Ilmurinn, eins og nafnið gefur til kynna inniheldur meðal annars svart leður en þar að auki eru kardimommur, jasmine sambac, hvítur mosi og amber. Virkilega mikill og skemmtilegur ilmur sem er algjörlega þess virði að skoða.

Carolina Herrera – Bad Boy Extreme Eau de Parfum

Eins og Bad Boy ilmirnir eiga það til að vera er þessi ilmur djarfur en hér er um að ræða spennandi þróun á vinsæla Bad Boy ilminum. Þessi ilmur er eldheit blanda af fersku engifer, olíugrösum, kakói og viðarkenndum grunni patchouli. Glasið er svo einkennis eldingin sem Bad Boy ilmirnir eru í en hún er fallega svört og gyllt.

Yves Daint Laurent – Y Eau De Parfum Intense

Kröftugri útgáfa af Y ilminum frá YSL sem er alveg extra kynþokkafullur. Ilmurinn er góð blanda af bláum einiberjum, fersku lavender og djúpum viðarnótum af patchouli. Ilmurinn endist lengi á og er skemmtileg viðbót við Y línuna frá YSL.

Calvin Klein – DEFY Eau De Parfum

Seiðandi ilmur frá Calvin Klein sem skilur mikið eftir sig. Ilmurinn inniheldur meðal annars mandaríur, svartan pipar, leður, rúskinn og vetiver. Ilmurinn er virkilega ferskur og passar vel inn í DEFY línuna frá Calvin Klein. Glasið er líka einfalt en virkilega fallegt og getur sómað sér vel á hvaða hillu sem er.

 

Alla herrailmi má finna með því að smella hér. Það er mikið úrval og það ættu öll að geta fundið eitthvað við hæfi fyrir herrana sína. Gleðilegan bóndadag.