26. Júní 2025
Mugler Alien & Alien Goddess – Ilmir fyrir þau sem vilja skína
Frábæru ilmvötnin frá Mugler eru loksins fáanleg aftur á Íslandi og við fögnum því með 20% afslætti af öllum ilmvötnum frá merkinu dagana 26. júní-2.júlí í verslunum Hagkaups og á Hagkaup.is. Ilmirnir fra Mugler eru ekki gerðir til þess að falla inn í fjöldann heldur einmitt til þess að skera sig úr. Þetta gera þeir með óhefðbundnum ilmnótum, skemmtilegum samsetningum og flöskum sem eru einar og sér algjört listaverk.
Mugler hefur verið þekkt fyrir að búa til ilmi sem stíga út fyrir normið, og það á sérstaklega við um Alien línuna. Hún sameinar kraft, næmni og dulúð á einstakan hátt – og hér ætlum við að skoða tvær af perlum línunnar: Alien Eau de Parfum og Alien Goddess Eau de Parfum.
Ailien Eau de Parfum
Alien er ekki ilmur sem þú gleymir. Þetta er dýnamísk blanda af heillandi jasmín sambac, hlýjum kasmírvið og djúpri amber-nótu sem sveipar þig í næstum geimvísindalegri orku. Það er eitthvað yfirnáttúrulegt við þennan ilm sem er allt í senn ljúfur blómailmur og viðarkenndur, örlítið dularfullur og hlýr.
Ailien Goddess Eau de Parfum
Ef klassíski Alien er máttug og mystísk, þá er Alien Goddess systirin sem kemur geislandi inn með sólskinið meðferðis. Hér mætast glóandi jasmín grandiflorum og rík Bourbon vanilla, sem saman mynda djúpan, amber-viðarkenndan blómailm.
Það er eitthvað hátíðlegt við Alien Goddess – ilmur sem minnir þig á þinn eigin styrk og fegurð. Hugsaðu: sól, sumar, gylltir tónum og sjálfsöryggi, það er Ailien Goddess.
Ilmirnir eru því báðir viðarkenndir amber-blómailmir en Goddess er örlítið mýkri á meðan klassíski Alien er djarfari.
Kíktu við og upplifðu töfra Mugler í verslunum Hagkaups.