29. Júlí 2025
Snyrtivörurnar með í fríið
Verslunarmannahelgin er handan við hornið og ferðagleðin kallar. Hvort sem þú ert á leið á útihátíð, útilegu, bústað eða jafnvel í ferðalag út fyrir landssteinana getur verið gott að að hafa snyrtitöskuna klára. Í Hagkaup getur þú sannarlega fundið snyrtivörur í ferðastærð sem henta vel á ferðalagi, bæði léttara og þægilegra og þú með meira pláss fyrir allt annað sem þarf að koma með.
Það er margt sem er þægilegt að hafa með sér á ferðalagið í minni umbúðum en venjulega og til að mynda taka hárvörur oft mikið pláss í ferðatöskunni eða bakpokanum. Í útilegum getur verið mjög handhægt að hafa með sér gott þurrsjampó en Quickie.ME Dry Shampoo kemur einmitt í ferðastærð og er æðislegt til þess að fríska upp á hárið á milli þvotta. Þurrsjampóið kemur bæði fyrir ljósa hártóna og dökka.
Þegar það er svo komið að því að þvo hárið er ferðasettið frá Balmain virkilega hentugt. Muse de L’Été Travel set inniheldur mini sjampó, hármaska og hárnæringu því hárið á svo sannarlega skilið smá dekur á ferðalaginu.
Síðasta hárvaran í bili er ein af þeim sem kemur sér oft vel, bæði í veskinu svona yfir hversdaginn en svo innilega líka á ferðalaginu. Moisture Barrier mini hársprey frá John Frieda hjálpar þér að halda hárinu á sínum stað og temja litlu hárin sem oft vilja sækja svolítið í sig veðrið þegar við eigum síst von á því.
Nú þegar hárið er vel sett ætlum við að skoða fjórar förðunarvörur sem ættu að vera í flestum ferðatöskum um helgina. Mini Halo Healthy Glow All-In-One frá Smashbox er fallegt litað dagkrem sem inniheldur líka farðagrunn og SPF! Sannkölluð all-in-one vara sem er ekki bara í handhægum umbúðum heldur sparar okkur skrefin í förðunarrútínunni. Það er svo tilvalið að grípa Vivid Escape Glow To Go burstasettið frá Real Techniques með en þar eru fimm förðunar burstar í fallegri öskju með spegli! Alltaf gott að hafa spegilinn með, sérstaklega í tjaldútilegunni.
Lash Idôle Flutter Extensions maskarinn frá Lancôme kemur í mjög hentugri ferðstærð sem smellpassar með í snyrtibudduna án þess að taka mikið pláss. Fallegur maskari sem nær vel til allra augnhárana og í augnhárarótina.
Síðast en ekki síst í förðunarflokknum höfum við mini All Nighter setting spray frá Urban Decay, til þess að förðunin endist og endist í gegnum brennu og brekkusöng eða næsta sveitaball!
Við ætlum að enda þetta á tveimur vörum sem er gott að hafa með til öryggis. Jet Setter travel Popspot bóluplástrarnir geta verið frábærir ferðafélagar. Ef bólurnar mæta þá kemur plásturinn til bjargar og dregur í sig óhreinindin og vinnur gegn bólunum.
Síðast en sannarlega ekki síst er það svo Plumping Lip Balm frá Comfort Zone. Það má nefnilega ekki gleyma að gefa vörunum raka á ferðalaginu. Varasalvinn er lítill og nettur og passar vel í veskskið ásamt því að gefa vörunum langvarandi raka og fallegan ljóma, við biðjum ekki um mikið meira.
Þú finnur allskonar spennandi ferðastærðir af snyrtivörum í verslunum okkar og hér á vefnum. Þú þarft ekki að fórna öllu plássinu fyrir stóru pakkningarnar af snyrtivörunum! Smelltu hér til að skoða fleiri vörur í ferðastærðum.